Viðskipti erlent

Ekkert lát á hækkunum álverðs, tonnið í 2.200 dollara

Þróun álverðs frá síðustu áramótum.
Þróun álverðs frá síðustu áramótum.
Ekkert lát er á verðhækkunum á heimsmarkaðsverði á áli. Fór það í 2.200 dollara fyrir tonnið á markaðinum í London í morgun miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Hefur verðið ekki verið hærra síðan á miðju sumri á síðasta ári.

Þessar hækkanir á álverðinu eru nokkuð í takti við hækkanir á annarri hrávöru ef frá er talið olía og gull sem sveiflast tölvuvert eftir gengi dollarans.

Álverðið nú er töluvert yfir þeim spám sem sérfræðingar hafa gert um verðþróun þess á næsta ári. Eins og við greindum frá fyrr í vetur spáði hópur sérfræðinga á Bloomberg fréttaveitunni því að meðalverð á áli næsta ár yrði í kringum 2.018 dollarar á tonnið.

Sömu sérfræðingar spáðu því s.l. sumar að álverðið færi yfir 2.000 dollara nú í desember. Sú spá hefur gengið eftir og gott betur.











Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×