Viðskipti innlent

Erlendir ferðamenn eyða helmingi fleiri krónum en í fyrra

Þegar litið er á þjónustutekjur af erlendum ferðamönnum, og þær bornar saman við fjölda erlendra gesta, kemur í ljós að á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og á fyrstu þremur fjórðungum þessa árs hefur hver erlendur ferðamaður eytt á þessum tíma að jafnaði helmingi meira hér á landi í krónum talið en á sama tíma í fyrra.

Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að því sé ljóst að erlendir ferðamenn nýti sér lágt gengi krónunnar og geri þannig mun betur við sig en áður. Að þessu tilliti virðist íslensk ferðaþjónusta njóta góðs af lágu gengi krónunnar.

Eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti eru meðaltekjur á hvern erlendan ferðamann nú í kringum 170.000 kr.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×