Sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins Úlfar Hauksson skrifar 3. desember 2009 06:00 Fiskveiðar eru meðal elstu athafna mannsins og eina atvinnugreinin sem byggist á veiðimennsku sem er enn stunduð í umtalsverðum mæli með viðskiptasjónarmið í huga. Ásókn í gjöful fiskimið voru lítil sem engin takmörk sett til ársins 1976 en fram að þeim tíma voru flest fiskimið öllum opin. Á seinni hluta áttunda áratugarins var þróun í hafréttarmálum mjög hröð og segja má að 200 mílna efnahagslögsaga hafi orðið viðtekin venja frá árinu 1976 þótt slíkt hafi ekki fengist staðfest fyrr en á þriðju hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna árið 1982. Lögsaga strandríkja var mikilvægt skref í þá átt að afmarka nýtingarrétt á fiskstofnunum. Margir fiskistofnar virða hins vegar ekki lögsögu ríkja og veiðum úr þeim þarf að stjórna á þverþjóðlegum vettvangi. Það er hins vegar hápólitískt úrlausnarefni hvernig ber að stýra nýtingu á sameiginlegum fiskistofnum; sú pólitík snýst um hver fær hvað, hvenær og hvernig. Evrópusambandið er lýsandi dæmi um slíkt og samstarf aðildarríkjanna í sjávarútvegsmálum hefur mótast af nauðsyn en jafnframt af mikilli hagsmunabaráttu bæði innan landanna og þeirra í milli. Aðildarumsókn ÍslandsVið höfninaUmræða um hvort Ísland eigi að sækja um aðild að ESB hefur til þessa strandað á sjávarútvegsmálum. Nú þegar Ísland hefur sótt um aðild er mikilvægt að varpa ljósi á þennan málaflokk á yfirvegaðan hátt og út frá staðreyndum. Í þessari fyrstu grein af þremur verður gerð grein fyrir tilurð og þróun sjávarútvegsstefnu ESB. Í næstu grein verður farið yfir aðildarsamning Norðmanna um sjávarútvegsmál frá árinu 1994 og samning Maltverja frá 2004. Að síðustu verður farið yfir samningsstöðu Íslendinga á sviði sjávarútvegsmála og ályktað um hugsanlega niðurstöðu aðildarsamninga. Sjávarútvegsstefna ESBUpphaf sjávarútvegsstefnu ESB má rekja til alþjóðlegrar þróunar í sjávarútvegsmálum á áttunda áratugnum. Í hnotskurn snýst stefnan um sameiginlega nýtingu á sameiginlegum fiskistofnum sem virða ekki mörk efnahagslögsögu ríkja. Skynsamleg nýting fiskistofna, stöðugt framboð sjávarafurða til neytenda og sómasamleg lífskjör fólks sem byggir afkomu sína á sjávarútvegi eru höfuðmarkmið sjávarútvegsstefnunnar. Sjávarútvegsstefnu ESB má skipta upp í fjögur svið: Markaðsskipulag sem á að tryggja stöðugt framboð af sjávarfangi í ESB sem er stærsti markaður í heimi fyrir sjávarafurðir. Samskipti við þriðju ríki þar sem framkvæmdastjórnin kemur fram fyrir hönd aðildarríkjanna og hefur umsjón með alþjóðlegum samningum. Styrkjakerfi til uppbyggingar og nýsköpunar í greininni og loks fiskveiðistjórnun sem byggir á lögmálinu um jafnan aðgang fyrir utan 12 mílur, hámarksafla, hlutfallslegum stöðugleika auk tæknilegra ráðstafana til verndunar og stjórnunar á nýtingu fiskistofna. Hér munum við einkum beina sjónum okkar að fiskveiðistjórnun og aðgangi að veiðisvæðum aðildarríkja. Skipting veiðiheimilda og fiskveiðistjórnunHámarksafli á miðum ESB er ákveðinn af sameiginlegri yfirstjórn og byggir á áliti fiskifræðinga. Framkvæmdastjórnin leggur tillögur fyrir ráðherraráðið sem ákveður heildarafla helstu fisktegunda. Sjávarútvegsráðherrar aðildarríkjanna taka því endanlega ákvörðun um heildarmagn og deila á milli þjóða eftir svokölluðum hlutfallslegum stöðugleika. Hlutfallslegi stöðugleikinn var tekinn upp árið 1983 og ræðst hlutdeild einstakra ríkja af veiðireynslu, mikilvægi sjávarútvegs og þeim missi sem ríkin urðu fyrir þegar strandríki færðu efnahagslögsögu sína út í 200 sjómílur og aðgengi að fiskimiðum takmarkaðist við þjóðerni. Ríkin úthluta síðan hlutdeildinni eftir sínu eigin kerfi og bera ábyrgð á eftirliti með veiðum innan sinnar lögsögu og geta sett strangari reglur en ESB svo fremi sem slíkar reglur mismuni ekki aðilum á grundvelli þjóðernis. Hlutfallslegi stöðugleikinn tryggir strandríkjum hlutdeild í heildarafla á því svæði sem ákvörðun um hámarksafla nær til. Útgangspunkturinn er veiðireynsla í viðkomandi fisktegund. Nánar verður vikið að hlutfallslega stöðugleikanum í seinni greinum. Jafn aðgangur að fiskimiðumMeginreglan um jafnan aðgang kemur til út af ákvæði í stofnsáttmála ESB sem bannar mismunun á grundvelli þjóðernis. Ákvæðið takmarkast hins vegar mjög af reglunni um hlutfallslega stöðugleikann og greint var frá hér að ofan. Aðgangurinn er því skilyrtur sem felst m.a. í því að hlutdeild ríkja í fisktegundum, sem falla undir ákvörðun um heildarafla, er bundin við ákveðin svæði sem aftur byggir á veiðireynslu. Ákvæðið um jafnan aðgang þýðir sem sagt ekki að um opinn og frjálsan aðgang að fiskimiðum ríkjanna sé að ræða. Ríkin geta hins vegar skipst á veiðiheimildum ef þeim hugnast slíkt. Að auki eru fordæmi fyrir því að aðgangur að ákveðnum miðum sé einskorðaður við tiltekin strandsvæði séu þau verulega háð fiskveiðum og fiskistofnarnir staðbundnir. Dæmi um slíka ráðstöfun má meðal annars finna í kringum Hjaltlandseyjar. Í gegnum tíðina hefur þessi svæðisbundna mismunun reynst afar mikilvæg fyrir landfræðilega afvikin svæði. Af ofan sögðu má því draga þá ályktun að ákvæðið um jafnan aðgang hafi í raun mjög takmarkaða þýðingu. Umdeild stefnaFiskveiðistjórnun ESB hefur, líkt og íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið, það markmið að gera fiskveiðar efnahagslega hagkvæmar án þess að það hafi í för með sér félagslega upplausn. Það er hins vegar hápólitískt deiluefni hvernig ber að ná því markmiði. Þetta vandamál er af allt annarri og ósambærilegri stærðargráðu í ESB en á Íslandi. Í ESB ná fiskveiðihagsmunir nær undantekningarlaust út fyrir lögsögu þjóðríkja þar sem lögsögur skarast með miðlínu og eða út á alþjóðlegt hafsvæði. Þrátt fyrir að Íslendingar hafi undanfarin ár sótt í auknum mæli í úthafið teljast flestir okkar helstu nytjastofnar vera staðbundnir. Þar að auki er efnahagslögsaga Íslands tiltölulega einangruð. Sjávarútvegsstefna ESB er, líkt og íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið, langt frá því hafin yfir gagnrýni. En hvar liggur vandinn? Er það sjávarútvegsstefnan sem slík, þ.e. hinn sameiginlegi vettvangur aðildarríkjanna til að ráða ráðum sínum sem er höfuð meinsemdin eða hangir fleira á spýtunni? Frá upphafi hefur stefnan verið umdeild og dæmi eru um þrýstihópa sem berjast fyrir því að sjávarútvegsmál verði alfarið færð til aðildarríkjanna. Aðildarríkin myndu þá einhliða ákveða hámarksafla innan sinnar lögsögu og hverjir hefðu rétt til veiða þar. Slíkar raddir hafa verið háværar og hafa fallið í frjóan jarðveg í sumum sjávarbyggðum ESB. Einföldun á staðreyndumAð sama skapi og uppi hafa verið háværar raddir sem finna sjávarútvegsstefnu ESB allt til foráttu eru til raddir sem benda á það sem mikla einföldun að kenna sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni alfarið um það sem miður hefur farið í sjávarútvegi í ESB. Þvert á móti er því haldið fram að sameiginleg stefna sé eina von sjávarútvegsins; allar tilraunir í þá veru að stjórna nýtingu fiskistofna í Norðaustur-Atlantshafi með einhliða aðgerðum strandríkja sé dæmd til að mistakast. Slíkt fyrirkomulag yrði ávísun á stjórnlausar veiðar; þorskastríð allra gegn öllum. Þrátt fyrir að tilkoma sjávarútvegsstefnunnar hafi á sínum tíma verið liður í pólitískri refskák er alveg ljóst að aðstæður eins og þær eru núna kalla á samvinnu ríkja á milli og á einhverjum tímapunkti hefði þurft að koma á sameiginlegum vettvangi strandríkja. Sameiginleg sjávarútvegsstefna innan ESB í einhverri mynd virðist vera besti vettvangurinn til að semja um þessi mál. Það hefur a.m.k. ekki tekist að sýna fram á annað með afgerandi hætti. Niðurstaðan er því sú að þeir sem kalla eftir því að stjórn fiskveiða í ESB verði alfarið færð til þjóðríkja afhjúpa í senn vanþekkingu sína á fiskveiðum og á landfræðilegum aðstæðum strandríkja við Norðursjó og nálægum hafsvæðum; höfða til þjóðernistilfinninga en ekki heilbrigðrar skynsemi. Í næstu grein verður fjallað um aðildarsamning Norðmanna og Maltverja. Höfundur er stjórnmálafræðingur og vélstjóri á Sólbaki EA-1. Greinin byggir á rannsókn höfundar sem birtist í bókinni Gert út frá Brussel? árið 2002. Jafnframt er stuðst við grein höfundar „Hvalreki eða skipbrot“ sem birtist í bókinni Ný staða Íslands í utanríkismálum frá 2007. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fiskveiðar eru meðal elstu athafna mannsins og eina atvinnugreinin sem byggist á veiðimennsku sem er enn stunduð í umtalsverðum mæli með viðskiptasjónarmið í huga. Ásókn í gjöful fiskimið voru lítil sem engin takmörk sett til ársins 1976 en fram að þeim tíma voru flest fiskimið öllum opin. Á seinni hluta áttunda áratugarins var þróun í hafréttarmálum mjög hröð og segja má að 200 mílna efnahagslögsaga hafi orðið viðtekin venja frá árinu 1976 þótt slíkt hafi ekki fengist staðfest fyrr en á þriðju hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna árið 1982. Lögsaga strandríkja var mikilvægt skref í þá átt að afmarka nýtingarrétt á fiskstofnunum. Margir fiskistofnar virða hins vegar ekki lögsögu ríkja og veiðum úr þeim þarf að stjórna á þverþjóðlegum vettvangi. Það er hins vegar hápólitískt úrlausnarefni hvernig ber að stýra nýtingu á sameiginlegum fiskistofnum; sú pólitík snýst um hver fær hvað, hvenær og hvernig. Evrópusambandið er lýsandi dæmi um slíkt og samstarf aðildarríkjanna í sjávarútvegsmálum hefur mótast af nauðsyn en jafnframt af mikilli hagsmunabaráttu bæði innan landanna og þeirra í milli. Aðildarumsókn ÍslandsVið höfninaUmræða um hvort Ísland eigi að sækja um aðild að ESB hefur til þessa strandað á sjávarútvegsmálum. Nú þegar Ísland hefur sótt um aðild er mikilvægt að varpa ljósi á þennan málaflokk á yfirvegaðan hátt og út frá staðreyndum. Í þessari fyrstu grein af þremur verður gerð grein fyrir tilurð og þróun sjávarútvegsstefnu ESB. Í næstu grein verður farið yfir aðildarsamning Norðmanna um sjávarútvegsmál frá árinu 1994 og samning Maltverja frá 2004. Að síðustu verður farið yfir samningsstöðu Íslendinga á sviði sjávarútvegsmála og ályktað um hugsanlega niðurstöðu aðildarsamninga. Sjávarútvegsstefna ESBUpphaf sjávarútvegsstefnu ESB má rekja til alþjóðlegrar þróunar í sjávarútvegsmálum á áttunda áratugnum. Í hnotskurn snýst stefnan um sameiginlega nýtingu á sameiginlegum fiskistofnum sem virða ekki mörk efnahagslögsögu ríkja. Skynsamleg nýting fiskistofna, stöðugt framboð sjávarafurða til neytenda og sómasamleg lífskjör fólks sem byggir afkomu sína á sjávarútvegi eru höfuðmarkmið sjávarútvegsstefnunnar. Sjávarútvegsstefnu ESB má skipta upp í fjögur svið: Markaðsskipulag sem á að tryggja stöðugt framboð af sjávarfangi í ESB sem er stærsti markaður í heimi fyrir sjávarafurðir. Samskipti við þriðju ríki þar sem framkvæmdastjórnin kemur fram fyrir hönd aðildarríkjanna og hefur umsjón með alþjóðlegum samningum. Styrkjakerfi til uppbyggingar og nýsköpunar í greininni og loks fiskveiðistjórnun sem byggir á lögmálinu um jafnan aðgang fyrir utan 12 mílur, hámarksafla, hlutfallslegum stöðugleika auk tæknilegra ráðstafana til verndunar og stjórnunar á nýtingu fiskistofna. Hér munum við einkum beina sjónum okkar að fiskveiðistjórnun og aðgangi að veiðisvæðum aðildarríkja. Skipting veiðiheimilda og fiskveiðistjórnunHámarksafli á miðum ESB er ákveðinn af sameiginlegri yfirstjórn og byggir á áliti fiskifræðinga. Framkvæmdastjórnin leggur tillögur fyrir ráðherraráðið sem ákveður heildarafla helstu fisktegunda. Sjávarútvegsráðherrar aðildarríkjanna taka því endanlega ákvörðun um heildarmagn og deila á milli þjóða eftir svokölluðum hlutfallslegum stöðugleika. Hlutfallslegi stöðugleikinn var tekinn upp árið 1983 og ræðst hlutdeild einstakra ríkja af veiðireynslu, mikilvægi sjávarútvegs og þeim missi sem ríkin urðu fyrir þegar strandríki færðu efnahagslögsögu sína út í 200 sjómílur og aðgengi að fiskimiðum takmarkaðist við þjóðerni. Ríkin úthluta síðan hlutdeildinni eftir sínu eigin kerfi og bera ábyrgð á eftirliti með veiðum innan sinnar lögsögu og geta sett strangari reglur en ESB svo fremi sem slíkar reglur mismuni ekki aðilum á grundvelli þjóðernis. Hlutfallslegi stöðugleikinn tryggir strandríkjum hlutdeild í heildarafla á því svæði sem ákvörðun um hámarksafla nær til. Útgangspunkturinn er veiðireynsla í viðkomandi fisktegund. Nánar verður vikið að hlutfallslega stöðugleikanum í seinni greinum. Jafn aðgangur að fiskimiðumMeginreglan um jafnan aðgang kemur til út af ákvæði í stofnsáttmála ESB sem bannar mismunun á grundvelli þjóðernis. Ákvæðið takmarkast hins vegar mjög af reglunni um hlutfallslega stöðugleikann og greint var frá hér að ofan. Aðgangurinn er því skilyrtur sem felst m.a. í því að hlutdeild ríkja í fisktegundum, sem falla undir ákvörðun um heildarafla, er bundin við ákveðin svæði sem aftur byggir á veiðireynslu. Ákvæðið um jafnan aðgang þýðir sem sagt ekki að um opinn og frjálsan aðgang að fiskimiðum ríkjanna sé að ræða. Ríkin geta hins vegar skipst á veiðiheimildum ef þeim hugnast slíkt. Að auki eru fordæmi fyrir því að aðgangur að ákveðnum miðum sé einskorðaður við tiltekin strandsvæði séu þau verulega háð fiskveiðum og fiskistofnarnir staðbundnir. Dæmi um slíka ráðstöfun má meðal annars finna í kringum Hjaltlandseyjar. Í gegnum tíðina hefur þessi svæðisbundna mismunun reynst afar mikilvæg fyrir landfræðilega afvikin svæði. Af ofan sögðu má því draga þá ályktun að ákvæðið um jafnan aðgang hafi í raun mjög takmarkaða þýðingu. Umdeild stefnaFiskveiðistjórnun ESB hefur, líkt og íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið, það markmið að gera fiskveiðar efnahagslega hagkvæmar án þess að það hafi í för með sér félagslega upplausn. Það er hins vegar hápólitískt deiluefni hvernig ber að ná því markmiði. Þetta vandamál er af allt annarri og ósambærilegri stærðargráðu í ESB en á Íslandi. Í ESB ná fiskveiðihagsmunir nær undantekningarlaust út fyrir lögsögu þjóðríkja þar sem lögsögur skarast með miðlínu og eða út á alþjóðlegt hafsvæði. Þrátt fyrir að Íslendingar hafi undanfarin ár sótt í auknum mæli í úthafið teljast flestir okkar helstu nytjastofnar vera staðbundnir. Þar að auki er efnahagslögsaga Íslands tiltölulega einangruð. Sjávarútvegsstefna ESB er, líkt og íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið, langt frá því hafin yfir gagnrýni. En hvar liggur vandinn? Er það sjávarútvegsstefnan sem slík, þ.e. hinn sameiginlegi vettvangur aðildarríkjanna til að ráða ráðum sínum sem er höfuð meinsemdin eða hangir fleira á spýtunni? Frá upphafi hefur stefnan verið umdeild og dæmi eru um þrýstihópa sem berjast fyrir því að sjávarútvegsmál verði alfarið færð til aðildarríkjanna. Aðildarríkin myndu þá einhliða ákveða hámarksafla innan sinnar lögsögu og hverjir hefðu rétt til veiða þar. Slíkar raddir hafa verið háværar og hafa fallið í frjóan jarðveg í sumum sjávarbyggðum ESB. Einföldun á staðreyndumAð sama skapi og uppi hafa verið háværar raddir sem finna sjávarútvegsstefnu ESB allt til foráttu eru til raddir sem benda á það sem mikla einföldun að kenna sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni alfarið um það sem miður hefur farið í sjávarútvegi í ESB. Þvert á móti er því haldið fram að sameiginleg stefna sé eina von sjávarútvegsins; allar tilraunir í þá veru að stjórna nýtingu fiskistofna í Norðaustur-Atlantshafi með einhliða aðgerðum strandríkja sé dæmd til að mistakast. Slíkt fyrirkomulag yrði ávísun á stjórnlausar veiðar; þorskastríð allra gegn öllum. Þrátt fyrir að tilkoma sjávarútvegsstefnunnar hafi á sínum tíma verið liður í pólitískri refskák er alveg ljóst að aðstæður eins og þær eru núna kalla á samvinnu ríkja á milli og á einhverjum tímapunkti hefði þurft að koma á sameiginlegum vettvangi strandríkja. Sameiginleg sjávarútvegsstefna innan ESB í einhverri mynd virðist vera besti vettvangurinn til að semja um þessi mál. Það hefur a.m.k. ekki tekist að sýna fram á annað með afgerandi hætti. Niðurstaðan er því sú að þeir sem kalla eftir því að stjórn fiskveiða í ESB verði alfarið færð til þjóðríkja afhjúpa í senn vanþekkingu sína á fiskveiðum og á landfræðilegum aðstæðum strandríkja við Norðursjó og nálægum hafsvæðum; höfða til þjóðernistilfinninga en ekki heilbrigðrar skynsemi. Í næstu grein verður fjallað um aðildarsamning Norðmanna og Maltverja. Höfundur er stjórnmálafræðingur og vélstjóri á Sólbaki EA-1. Greinin byggir á rannsókn höfundar sem birtist í bókinni Gert út frá Brussel? árið 2002. Jafnframt er stuðst við grein höfundar „Hvalreki eða skipbrot“ sem birtist í bókinni Ný staða Íslands í utanríkismálum frá 2007.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun