Bjartsýnn á horfurnar 2. desember 2009 06:00 Stjórnarformaður CCP telur líklegt að Íslendingar verði búnir að ná vopnum sínum aftur eftir fimm ár. Markaðurinn/Arnþór „Ég var mjög svartsýnn á horfur hér á árabilinu 2007 til 2008. En nú er ég bjartsýnn á okkar ágæta land," segir Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður CCP og Verne Holding. Vilhjálmur segist hafa dregið þessa ályktun eftir að hann kynnti sér stöðu efnahagsmála í heiminum um þessar mundir. „Við Íslendingar erum að fara í gegnum mikla hreinsun og munum standa uppi með hagkerfi sem skuldar tiltölulega lítið erlendis þegar upp verður staðið," segir hann og bendir á að skuldaklafinn hér sé ekki meiri en önnur lönd beri á herðum sér. Lífeyrisskuldbindingar séu nánast fullfjármagnaðar og þjóðin sé ung og vel menntuð. „Skuldirnar eru minni en menn hafa haldið. Mér sýnist að nettóskuldir þjóðarbúsins í lok þessa árs kunni að verða 35 prósent af landsframleiðslu. Það er ekki mikið í alþjóðlegum samanburði," segir Vilhjálmur, sem telur mikilvægt að leysa úr gjaldeyriskreppunni eins fljótt og auðið er nú þegar hilli undir að bankakreppunni sé að ljúka. Lykillinn að því sé að hefja samstarf við evrópska seðlabankann um gjaldmiðlastuðning við íslenska seðlabankann. Hann telur ekki útilokað að eftir fimm ár hafi hér verið tekið upp myntsamstarf við Evrópusambandið með tengingu krónu við gengi evru, ef ekki landið komið langleiðina í Evrópusambandið. Vilhjálmur bendir á að hér séu gríðarlegar náttúrulegar auðlindir sem muni verða afar verðmætar á komandi árum. Hann nefnir sérstaklega að eftir rúm þrjú ár verði tekið upp nýtt kerfi innan Evrópusambandsins til að versla með kolefnislosunarheimildir. „Ég tel að margir muni leita eftir því að koma hingað með ýmis not fyrir græna orku. Við eigum möguleika á því að verðleggja okkar orku hærra eftir því sem á líður," segir Vilhjálmur. „Þá er margt spennandi að gerast í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum, og sem betur fer eigum við ennþá frumkvöðla sem eru fullir af eldmóði. Ég tel að eftir fimm ár verðum við búin að ná vopnum okkar aftur." Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
„Ég var mjög svartsýnn á horfur hér á árabilinu 2007 til 2008. En nú er ég bjartsýnn á okkar ágæta land," segir Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður CCP og Verne Holding. Vilhjálmur segist hafa dregið þessa ályktun eftir að hann kynnti sér stöðu efnahagsmála í heiminum um þessar mundir. „Við Íslendingar erum að fara í gegnum mikla hreinsun og munum standa uppi með hagkerfi sem skuldar tiltölulega lítið erlendis þegar upp verður staðið," segir hann og bendir á að skuldaklafinn hér sé ekki meiri en önnur lönd beri á herðum sér. Lífeyrisskuldbindingar séu nánast fullfjármagnaðar og þjóðin sé ung og vel menntuð. „Skuldirnar eru minni en menn hafa haldið. Mér sýnist að nettóskuldir þjóðarbúsins í lok þessa árs kunni að verða 35 prósent af landsframleiðslu. Það er ekki mikið í alþjóðlegum samanburði," segir Vilhjálmur, sem telur mikilvægt að leysa úr gjaldeyriskreppunni eins fljótt og auðið er nú þegar hilli undir að bankakreppunni sé að ljúka. Lykillinn að því sé að hefja samstarf við evrópska seðlabankann um gjaldmiðlastuðning við íslenska seðlabankann. Hann telur ekki útilokað að eftir fimm ár hafi hér verið tekið upp myntsamstarf við Evrópusambandið með tengingu krónu við gengi evru, ef ekki landið komið langleiðina í Evrópusambandið. Vilhjálmur bendir á að hér séu gríðarlegar náttúrulegar auðlindir sem muni verða afar verðmætar á komandi árum. Hann nefnir sérstaklega að eftir rúm þrjú ár verði tekið upp nýtt kerfi innan Evrópusambandsins til að versla með kolefnislosunarheimildir. „Ég tel að margir muni leita eftir því að koma hingað með ýmis not fyrir græna orku. Við eigum möguleika á því að verðleggja okkar orku hærra eftir því sem á líður," segir Vilhjálmur. „Þá er margt spennandi að gerast í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum, og sem betur fer eigum við ennþá frumkvöðla sem eru fullir af eldmóði. Ég tel að eftir fimm ár verðum við búin að ná vopnum okkar aftur."
Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira