Arion í hendur kröfuhafa, ríkið fær 66 milljarða endurgreidda 1. desember 2009 13:19 Skilanefnd Kaupþings hefur að höfðu samráði við kröfuhafa og að teknu tilliti til ráðgjafar sérfræðinga ákveðið að Kaupþing og þar með kröfuhafar eignist 87% hlutafjár í Arion banka. 13% hlutafjár verða áfram í eigu ríkisins. Í samkomulaginu um eignarhald bankans felst að skilanefnd Kaupþings leggur fram 66 milljarða í stað ríkisins. Í tilkynningu segir að skilanefndin telur að virkt eignarhald í Arion banka muni hámarka verðmæti þeirra eigna sem fluttar voru á milli bankanna í október 2008. Við fjármögnun bankans skuldbatt ríkið sig til að leggja bankanum til 72 milljarða króna í eigið fé. Bankinn er fullfjármagnaður og lausafjárstaða hans traust. Bankinn hefur skilað jákvæðri rekstrarniðurstöðu frá stofnun í október 2008. Með aðkomu skilanefndar verður Arion banki öflugur banki og vel í stakk búinn til að leiða uppbyggingu íslensks efnahagslífs, einstaklingum og fyrirtækjum í landinu til góða. Í samkomulagi við ríkið felst að ríkið leggur Arion banka til víkjandi lán í erlendri mynt sem hækkar eiginfjárgrunn hans í 16%. Morgan Stanley er fjármálaráðgjafi skilanefndar vegna uppgjörs milli Kaupþings og Arion banka, en íslenska ríkið naut aðstoðar ráðgjafarfyrirtækisins Hawkpoint. Samráð var haft við fulltrúa kröfuhafa í ákvörðunarferlinu og fengu þeir aðgang að upplýsingum til að framkvæma eigin áreiðanleikakannanir. Auk þess tóku fulltrúar þeirra þátt í samningaviðræðum við ríkið. „Það er mat okkar að hagur kröfuhafa sé best tryggður með því að eiga meirihluta hlutafjár í Arion banka. Með virkum eignarhlut og aðild að stjórn bankans er skilanefndin í aðstöðu til að efla bankann enn frekar," segir Steinar Þór Guðgeirsson, formaður skilanefndar Kaupþings. „Tengsl við erlenda kröfuhafa gera okkur kleift að byggja fyrr upp traust milli erlendra og innlendra fjármálastofnana. Í samningaferlinu lagði skilanefndin mikla áherslu á að kröfuhafar hefðu valkosti og að þeir hefðu tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Niðurstaðan endurspeglar traust til Arion banka og þess hæfa starfsfólks sem þar starfar. Með ákvörðuninni hefur óvissu verið eytt og við getum nú beitt okkur af fullum krafti að þeirri endurreisn sem framundan er í íslensku efnahagslífi." Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra segir það fagnaðarefni að Kaupþing hafi ákveðið að gerast ráðandi hluthafi í Arion banka og mikilvægt er að fjárútlát ríkissjóðs verða miklum mun minni en annars hefði verið. „Bankinn er fullfjármagnaður og stendur því á traustum fjárhagslegum grunni og er sem slíkur verðugur hluti af nýju íslensku fjármálakerfi. Hann á að vera þess albúinn að takast á við fjárhagslega endurskipulagningu þeirra fyrirtækja sem eru í viðskiptum við hann og bjóða einstaklingum og heimilum í skuldavanda þau úrræði sem til boða eiga að standa," segir Steingrímur. Ákvörðun skilanefndar er háð samþykki Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins. Skilanefnd Kaupþings fer með eignarhald bankans fyrir hönd kröfuhafa í gegnum sérstakt eignarhaldsfélag og Arion banki verður því sjálfstætt dótturfélag. Skilanefnd skipar fjóra stjórnarmenn bankans af fimm en íslenska ríkið skipar einn. Stefnt er að því að fulltrúar skilanefndar í nýrri stjórn verði tveir erlendir og tveir innlendir sérfræðingar, þar af einn úr skilanefnd. Ný stjórn bankans verður skipuð þegar samþykki Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins liggur fyrir. Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Skilanefnd Kaupþings hefur að höfðu samráði við kröfuhafa og að teknu tilliti til ráðgjafar sérfræðinga ákveðið að Kaupþing og þar með kröfuhafar eignist 87% hlutafjár í Arion banka. 13% hlutafjár verða áfram í eigu ríkisins. Í samkomulaginu um eignarhald bankans felst að skilanefnd Kaupþings leggur fram 66 milljarða í stað ríkisins. Í tilkynningu segir að skilanefndin telur að virkt eignarhald í Arion banka muni hámarka verðmæti þeirra eigna sem fluttar voru á milli bankanna í október 2008. Við fjármögnun bankans skuldbatt ríkið sig til að leggja bankanum til 72 milljarða króna í eigið fé. Bankinn er fullfjármagnaður og lausafjárstaða hans traust. Bankinn hefur skilað jákvæðri rekstrarniðurstöðu frá stofnun í október 2008. Með aðkomu skilanefndar verður Arion banki öflugur banki og vel í stakk búinn til að leiða uppbyggingu íslensks efnahagslífs, einstaklingum og fyrirtækjum í landinu til góða. Í samkomulagi við ríkið felst að ríkið leggur Arion banka til víkjandi lán í erlendri mynt sem hækkar eiginfjárgrunn hans í 16%. Morgan Stanley er fjármálaráðgjafi skilanefndar vegna uppgjörs milli Kaupþings og Arion banka, en íslenska ríkið naut aðstoðar ráðgjafarfyrirtækisins Hawkpoint. Samráð var haft við fulltrúa kröfuhafa í ákvörðunarferlinu og fengu þeir aðgang að upplýsingum til að framkvæma eigin áreiðanleikakannanir. Auk þess tóku fulltrúar þeirra þátt í samningaviðræðum við ríkið. „Það er mat okkar að hagur kröfuhafa sé best tryggður með því að eiga meirihluta hlutafjár í Arion banka. Með virkum eignarhlut og aðild að stjórn bankans er skilanefndin í aðstöðu til að efla bankann enn frekar," segir Steinar Þór Guðgeirsson, formaður skilanefndar Kaupþings. „Tengsl við erlenda kröfuhafa gera okkur kleift að byggja fyrr upp traust milli erlendra og innlendra fjármálastofnana. Í samningaferlinu lagði skilanefndin mikla áherslu á að kröfuhafar hefðu valkosti og að þeir hefðu tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Niðurstaðan endurspeglar traust til Arion banka og þess hæfa starfsfólks sem þar starfar. Með ákvörðuninni hefur óvissu verið eytt og við getum nú beitt okkur af fullum krafti að þeirri endurreisn sem framundan er í íslensku efnahagslífi." Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra segir það fagnaðarefni að Kaupþing hafi ákveðið að gerast ráðandi hluthafi í Arion banka og mikilvægt er að fjárútlát ríkissjóðs verða miklum mun minni en annars hefði verið. „Bankinn er fullfjármagnaður og stendur því á traustum fjárhagslegum grunni og er sem slíkur verðugur hluti af nýju íslensku fjármálakerfi. Hann á að vera þess albúinn að takast á við fjárhagslega endurskipulagningu þeirra fyrirtækja sem eru í viðskiptum við hann og bjóða einstaklingum og heimilum í skuldavanda þau úrræði sem til boða eiga að standa," segir Steingrímur. Ákvörðun skilanefndar er háð samþykki Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins. Skilanefnd Kaupþings fer með eignarhald bankans fyrir hönd kröfuhafa í gegnum sérstakt eignarhaldsfélag og Arion banki verður því sjálfstætt dótturfélag. Skilanefnd skipar fjóra stjórnarmenn bankans af fimm en íslenska ríkið skipar einn. Stefnt er að því að fulltrúar skilanefndar í nýrri stjórn verði tveir erlendir og tveir innlendir sérfræðingar, þar af einn úr skilanefnd. Ný stjórn bankans verður skipuð þegar samþykki Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins liggur fyrir.
Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira