Innlent

Mótmæli: Samkynhneigðir boða hópsleik á Fíladelfíutónleikum

Ástfangnir. Mynd úr safni.
Ástfangnir. Mynd úr safni.

Hópur á Facebook, sem telur tæplega 70 manns, hefur boðað heldur frumleg mótmæli á jólatónleikum Fíladelfíusafnaðarins sem verða haldnir þann 6. desember.

Þar eru samkynhneigðir hvattir til þess að mæta og fara í sleik á miðjum tónleikum.

Ástæðan fyrir mótmælunum er frétt sem birtist í Séð og Heyrt. Þar var rætt við tónlistarmanninn Friðrik Ómar Hjörleifsson sem sagði að samkynhneigðir fengu ekki að syngja með kórnum.

Í ávarpi umsjónarmanna Facebook-hópsins, sem eru þær Margrét Hauksdóttir og Hildur Rún Kvaran, segir: „Nú er komið að því að drulla yfir þessa steinaldarmenn, og fallegasta leiðin til þess er auðvitað gei-hópsleikur! Vörður sagði jú í viðtalinu að hann vilji taka utan um samkynhneigða, og hér fær hann tækifæri til að sýna það og sanna."

Þá er sérstaklega tekið fram að samkoman hefst klukkan 16:30 þann 6.desember eins og fyrr greinir frá.

Fyrir áhugasama má skoða heimasíðu hópsins hér.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×