Lífið

Útkall við Látrabjarg

Óttar Sveinsson Óttar Sveinsson hefur gefið út sína sextándu Útkalls-bók sem heitir Útkall við Látrabjarg.
Óttar Sveinsson Óttar Sveinsson hefur gefið út sína sextándu Útkalls-bók sem heitir Útkall við Látrabjarg.

„Ég á afskaplega tryggan og góðan lesendahóp," segir Óttar Sveinsson sem hefur gefið út sína sextándu Útkalls-bók.

Bækurnar hafa selst í rúmlega 120 þúsund eintökum, enda hafa þær allar komist á metsölulista. „Það eru margir sem hafa spjallað við mig sem segja að þeir lesi kannski ekki mikið en þeir lesi þetta. Það er kannski með okkur Íslendinga að við viljum lesa um reynslu og tilfinningar okkar sjálfra því við þekkjum alltaf einhvern í bókunum," segir Óttar. „Yfirleitt eru það konurnar sem kaupa þetta fyrir mennina en þær lesa þetta ekki síður margar hverjar. Ég fæ jafnvel sterkustu viðbrögðin frá konunum."

Nýja bókin heitir Útkall við Látrabjarg og fjallar um fimmtán Breta sem strönduðu við Látrabjarg árið 1947 á togaranum Dhoon. Íslenskir bændur tóku þá til sinna ráða og komu þeim til bjargar þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður. „Þarna eru menn að berjast upp á líf og dauða í þrjá sólarhringa. Þessi björgun er með algjörum eindæmum og nútímamenn myndu segja að þessir fátæku bændur séu ofurhugar," segir Óttar.

„Þetta gerðist tveimur vikum fyrir jól í mesta skammdegismyrkrinu og það sem gerir þessa björgun erfiða er að strandstaðurinn er á stað þar sem var ekki hægt að bjarga mönnunum nema á háfjöru. Þeir höfðu bara nokkra klukkutíma til að forða mönnunum upp á bjarg," segir hann. -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×