Enski boltinn

Liverpool vann í borgarslagnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Javier Mascherano fagnar fyrra marki Liverpool í dag.
Javier Mascherano fagnar fyrra marki Liverpool í dag. Nordic Photos / Getty Images

Liverpool vann í dag 2-0 sigur á Everton á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og kom sér upp í fimmta sæti deildarinnar með sigrinum.

Þetta var aðeins annar sigur Liverpool síðan í lok september í deildinni.

Javier Mascherano átti stóran þátt í fyrra marki Liverpool á 12. mínútu leiksins en skot hans breytti um stefnu á Joseph Yobo, varnarmanni Everton.

Everton fékk nokkuð góð tækifæri til að jafna metin. Brasilíumaðurinn Jo kom tvívegis boltanum í netið en bæði mörk voru dæmd af vegna rangstöðu. Marouane Fellaini og Dimitar Blijaletdinov fengu einnig báðir góð færi en misnotuðu þau.

Það var svo Dirk Kuyt sem tryggði Liverpool sigurinn með skoti af stuttu færi á 80. mínútu. Albert Riera átti skot að marki sem Tim Howard náði að blaka frá en beint fyrir fætur Kuyt sem skoraði í autt markið.

Liverpool var talsvert frá sínu besta í leiknum en nýtti færin sín vel og uppskáru mikilvægan sigur. Everton er í sextánda sæti deildarinnar með fimmtán stig.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×