Fjársvikarar nýta sér neyð Rebekku Maríu Valur Grettisson skrifar 22. október 2009 15:36 Þetta er merkið sem fólk á að fá í hendurnar styrkji það gott málefni Rebekku. „Maður skilur hreinlega ekki hvað gengur að fólki," segir Pétur Sigurgunnarsson sem stendur fyrir söfnunarátakinu Hönd í hönd, þar sem safnað er pening fyrir Rebekku Maríu Jóhannesdóttur, 22 ára stúlku í Hafnarfirði, en borið hefur á því að óprúttnir betlarar hafa sníkt fé af fólki í nafni átaksins og svo hirt það sjálft. Rebekka María vakti landsathygli þegar hún missti foreldra sína og nú vill hún ættleiða bræður sína. Pétur hóf þá söfnunarátakið en hefur orðið var við að óprúttnir misnoti góðmennsku almennings með þessum grófa hætti. Pétur bendir á að fólk eigi ekki að láta fé af hendi rakna vegna málefnisins nema þau fái merki því til sönnunar. Lionsklúbburinn Ásbjörn í Hafnarfirði færði Rebekku Maríu Jóhannesdóttur 200 þúsund króna styrk. „Ég veit að einhver afhendi pening og fékk ekkert merki í staðinn. Það er möguleiki á að einhverjir séu að labba í hús með merkin. Það er í lagi. En ef einhver er að safna fyrir Rebekku án þess að vera merktur og ekki með merki þá er það fólk sem er að sjá sér leik á borði að svíkja út fé," segir Pétur sem hefur áhyggjur af því að saklaust fólk verði fórnalömb fjársvik. Hann bendir á að fólk á þeirra vegum afhendi alltaf þessi forlátu merki en mynd af því fylgir hér með fréttinni. Fólk er beðið um að hafa samband við lögregluna verði fólk vart við óprúttna aðila sem reyna að safna fé án þess að sýna fram á tilefnið með slíku merki. Enda líklega fjársvikarar á ferð. Pétur segir hinsvegar að söfnunin gangi vel. Fólk hefur tekið gríðarlega vel í átakið. Sjálfum langar Pétri að efna til landssöfnunar og vilji fólk leggja hönd á plóg þá getur það sent Pétri póst á netfangið hondihond@gmail.com. „Það eru einhver merki eftir og ætla ég sjálfur að vera við Fjarðarkaup á föstudag og laugardag að selja merki," segir Pétur að lokum. Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
„Maður skilur hreinlega ekki hvað gengur að fólki," segir Pétur Sigurgunnarsson sem stendur fyrir söfnunarátakinu Hönd í hönd, þar sem safnað er pening fyrir Rebekku Maríu Jóhannesdóttur, 22 ára stúlku í Hafnarfirði, en borið hefur á því að óprúttnir betlarar hafa sníkt fé af fólki í nafni átaksins og svo hirt það sjálft. Rebekka María vakti landsathygli þegar hún missti foreldra sína og nú vill hún ættleiða bræður sína. Pétur hóf þá söfnunarátakið en hefur orðið var við að óprúttnir misnoti góðmennsku almennings með þessum grófa hætti. Pétur bendir á að fólk eigi ekki að láta fé af hendi rakna vegna málefnisins nema þau fái merki því til sönnunar. Lionsklúbburinn Ásbjörn í Hafnarfirði færði Rebekku Maríu Jóhannesdóttur 200 þúsund króna styrk. „Ég veit að einhver afhendi pening og fékk ekkert merki í staðinn. Það er möguleiki á að einhverjir séu að labba í hús með merkin. Það er í lagi. En ef einhver er að safna fyrir Rebekku án þess að vera merktur og ekki með merki þá er það fólk sem er að sjá sér leik á borði að svíkja út fé," segir Pétur sem hefur áhyggjur af því að saklaust fólk verði fórnalömb fjársvik. Hann bendir á að fólk á þeirra vegum afhendi alltaf þessi forlátu merki en mynd af því fylgir hér með fréttinni. Fólk er beðið um að hafa samband við lögregluna verði fólk vart við óprúttna aðila sem reyna að safna fé án þess að sýna fram á tilefnið með slíku merki. Enda líklega fjársvikarar á ferð. Pétur segir hinsvegar að söfnunin gangi vel. Fólk hefur tekið gríðarlega vel í átakið. Sjálfum langar Pétri að efna til landssöfnunar og vilji fólk leggja hönd á plóg þá getur það sent Pétri póst á netfangið hondihond@gmail.com. „Það eru einhver merki eftir og ætla ég sjálfur að vera við Fjarðarkaup á föstudag og laugardag að selja merki," segir Pétur að lokum.
Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira