Háskólinn Eiríkur Bergmann skrifar 21. október 2009 06:00 Á uppgangstíma efnahagslífsins óx háskólakerfið með sama ógnarhraða og mörg önnur svið samfélagsins. Samkeppni varð boðorð dagsins og háskólarnir hófu að keppa hver við aðra um nemendur. Samkeppnin átti í orði kveðnu að auka gæði og fjölbreytni í háskólastarfi. En jafnvel þótt slíku sé haldið fram í hátíðarræðum hygg ég að flestir sem hafa starfað við háskólakennslu á Íslandi lengur en áratug viti mætavel að námskröfur hafa stöðugt minnkað eftir því sem kló samkeppninnar hefur gripið þéttar. Þetta á jafnt við í öllum skólunum, ríkisskólum sem öðrum, enda tilkomið af kerfislægri skekkju og varð meðal annars til með því reikningslíkani sem skiptir opinberu fé á milli háskóla landsins. Kerfið bókstaflega hvetur skólana til að kenna í risastórum hópum og fjöldaframleiða prófskírteini burt séð frá gæðum menntunarinnar. Smám saman þrýstir samkeppnin öllu í sama farveginn. Við þessari þróun þarf að sporna. Þess vegna er sú umræða sem nú fer fram um hagræðingu í háskólakerfinu einkar tímabær og mikilvægt að vel takist til. Þrátt fyrir mismunandi rekstrarform er hérlent háskólastarf að mestu fjármagnað af opinberu fé og snertir því allt samfélagið. Vissulega er margt vel gert en okkur hefur eigi að síður borið af leið. Eins og á við um mörg önnur svið samfélagsins urðu háskólarnir viðskiptavæðingu samfélagsins að bráð. Í stað þess að einbeita okkur að því grundvallarverkefni að skapa og miðla þekkingu fór starfsemin í auknu mæli að snúast um markaðssetningu. Allt í einu átti atvinnulífið að kosta prófessorsstöður og heilu rannsóknasetrin. Háskólarnir voru seldir athafnamönnum á kostakjörum. Ég minnist til að mynda fundar um stöðu háskólasamfélagsins fyrir tveimur árum. Menn virtust sammála um að háskólarnir ættu fyrst og síðast að þjóna þörfum atvinnulífsins, undirbúa nemendur undir störf í atvinnulfinu. Því þyrfti að kortleggja þörf fyrirtækjanna fyrir sérhæft starfsfólk og miða starf háskólanna að því. Þegar einmanna gagnrýnin rödd spurði hvað þetta „atvinnulíf“ nú eiginlega væri var svarið góðlátlegur hlátur, spurningin þótti svo vitlaus. En hvert er hlutverk háskóla? Er það einvörðungu að undirbúa nemendur undir tiltekin störf? Háskólinn er ein elsta stofnun vestrænna samfélaga, jafnvel eldri en kirkjan í vissum skilningi. Lengst af var hlutvek háskólanna að leita þekkingar, gagnrýna ríkjandi viðhorf og leita sannleikans. Þekkingin var álitin hafa gildi í sjálfri sér óháð hagsmunum dagsins. Af þessu höfum við því miður misst sjónar. Okkur sem störfum í háskólunum ber nú að finna réttu leiðina í átt að betra háskólakerfi, samfélaginu öllu til hagsbóta. Fámennið er auðvitað takmarkandi, í samanburði við önnur lönd ber Ísland tæpast einn háskóla í merkingunni Universitas. Dramb um að íslenskir háskólar verði meðal þeirra bestu í heimi þjónar því engu öðru en uppblásinni þjóðrembu og er ekkert nær sannleikanum en þegar við héldum að íslenskir bankamenn væru öðrum fremri. Verkefnið nú er að búa til gott háskólakerfi sem styður við heilbrigt samfélag og hjálpar nemendum við að takast á við sjálfa sig, lífið og tilveruna. Að mínu viti þarf að byggja hér upp háskólakerfi sem grundvallast á samvinnu milli skóla en ekki aðeins á endalausri samkeppni, sem stundum verður hreinlega eyðileggjandi afl. Í stað þess að fara í sífellu inn á svið hvers annars gætu háskólarnir til að mynda boðið upp á sameiginlegar námsbrautir. Til að tryggja fjölbreytni þurfa stjórnvöld að hafa forystu í því að koma á skynsamlegri verkaskiptingu og kerfisbundinni samvinnu milli ólíkra háskólastofnana. Hugsanlega mætti sameina yfirbyggingu allra háskólanna í eina sameiginlega stofnun en viðhalda kennslu og rannsóknastafi áfram í sjálfstæðum stofnunum. Háskóli Íslands samanstendur eftir nýlega breytingu af fimm sviðum sem hver og ein gæti verið sjálfstæður skóli innan sameiginlegrar stofnunar sem einnig næði til annarra háskólastofnana. Háskólinn á Bifröst hefur þá sérstöðu að kenna fámennum hópum og byggja á fjölbreyttum verkefnum. Þrátt fyrir ólíka kennslufræði óttast ég ekki afdrif svoleiðis skóla innan háskólakerfis sem byggir á kerfisbundnu samstarfi. Höfundur er dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst og hefur kennt við ellefu háskóla í sjö löndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Á uppgangstíma efnahagslífsins óx háskólakerfið með sama ógnarhraða og mörg önnur svið samfélagsins. Samkeppni varð boðorð dagsins og háskólarnir hófu að keppa hver við aðra um nemendur. Samkeppnin átti í orði kveðnu að auka gæði og fjölbreytni í háskólastarfi. En jafnvel þótt slíku sé haldið fram í hátíðarræðum hygg ég að flestir sem hafa starfað við háskólakennslu á Íslandi lengur en áratug viti mætavel að námskröfur hafa stöðugt minnkað eftir því sem kló samkeppninnar hefur gripið þéttar. Þetta á jafnt við í öllum skólunum, ríkisskólum sem öðrum, enda tilkomið af kerfislægri skekkju og varð meðal annars til með því reikningslíkani sem skiptir opinberu fé á milli háskóla landsins. Kerfið bókstaflega hvetur skólana til að kenna í risastórum hópum og fjöldaframleiða prófskírteini burt séð frá gæðum menntunarinnar. Smám saman þrýstir samkeppnin öllu í sama farveginn. Við þessari þróun þarf að sporna. Þess vegna er sú umræða sem nú fer fram um hagræðingu í háskólakerfinu einkar tímabær og mikilvægt að vel takist til. Þrátt fyrir mismunandi rekstrarform er hérlent háskólastarf að mestu fjármagnað af opinberu fé og snertir því allt samfélagið. Vissulega er margt vel gert en okkur hefur eigi að síður borið af leið. Eins og á við um mörg önnur svið samfélagsins urðu háskólarnir viðskiptavæðingu samfélagsins að bráð. Í stað þess að einbeita okkur að því grundvallarverkefni að skapa og miðla þekkingu fór starfsemin í auknu mæli að snúast um markaðssetningu. Allt í einu átti atvinnulífið að kosta prófessorsstöður og heilu rannsóknasetrin. Háskólarnir voru seldir athafnamönnum á kostakjörum. Ég minnist til að mynda fundar um stöðu háskólasamfélagsins fyrir tveimur árum. Menn virtust sammála um að háskólarnir ættu fyrst og síðast að þjóna þörfum atvinnulífsins, undirbúa nemendur undir störf í atvinnulfinu. Því þyrfti að kortleggja þörf fyrirtækjanna fyrir sérhæft starfsfólk og miða starf háskólanna að því. Þegar einmanna gagnrýnin rödd spurði hvað þetta „atvinnulíf“ nú eiginlega væri var svarið góðlátlegur hlátur, spurningin þótti svo vitlaus. En hvert er hlutverk háskóla? Er það einvörðungu að undirbúa nemendur undir tiltekin störf? Háskólinn er ein elsta stofnun vestrænna samfélaga, jafnvel eldri en kirkjan í vissum skilningi. Lengst af var hlutvek háskólanna að leita þekkingar, gagnrýna ríkjandi viðhorf og leita sannleikans. Þekkingin var álitin hafa gildi í sjálfri sér óháð hagsmunum dagsins. Af þessu höfum við því miður misst sjónar. Okkur sem störfum í háskólunum ber nú að finna réttu leiðina í átt að betra háskólakerfi, samfélaginu öllu til hagsbóta. Fámennið er auðvitað takmarkandi, í samanburði við önnur lönd ber Ísland tæpast einn háskóla í merkingunni Universitas. Dramb um að íslenskir háskólar verði meðal þeirra bestu í heimi þjónar því engu öðru en uppblásinni þjóðrembu og er ekkert nær sannleikanum en þegar við héldum að íslenskir bankamenn væru öðrum fremri. Verkefnið nú er að búa til gott háskólakerfi sem styður við heilbrigt samfélag og hjálpar nemendum við að takast á við sjálfa sig, lífið og tilveruna. Að mínu viti þarf að byggja hér upp háskólakerfi sem grundvallast á samvinnu milli skóla en ekki aðeins á endalausri samkeppni, sem stundum verður hreinlega eyðileggjandi afl. Í stað þess að fara í sífellu inn á svið hvers annars gætu háskólarnir til að mynda boðið upp á sameiginlegar námsbrautir. Til að tryggja fjölbreytni þurfa stjórnvöld að hafa forystu í því að koma á skynsamlegri verkaskiptingu og kerfisbundinni samvinnu milli ólíkra háskólastofnana. Hugsanlega mætti sameina yfirbyggingu allra háskólanna í eina sameiginlega stofnun en viðhalda kennslu og rannsóknastafi áfram í sjálfstæðum stofnunum. Háskóli Íslands samanstendur eftir nýlega breytingu af fimm sviðum sem hver og ein gæti verið sjálfstæður skóli innan sameiginlegrar stofnunar sem einnig næði til annarra háskólastofnana. Háskólinn á Bifröst hefur þá sérstöðu að kenna fámennum hópum og byggja á fjölbreyttum verkefnum. Þrátt fyrir ólíka kennslufræði óttast ég ekki afdrif svoleiðis skóla innan háskólakerfis sem byggir á kerfisbundnu samstarfi. Höfundur er dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst og hefur kennt við ellefu háskóla í sjö löndum.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun