Innlent

Hver á Landsvirkjun?

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Húsnæði Landsvirkjunar. Mynd/ Anton.
Húsnæði Landsvirkjunar. Mynd/ Anton.
Landsvirkjun virðist hafa orðið sömu loftbólu að bráð og önnur fyrirtæki og íslensku bankarnir, segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Vigdís er málshefjandi í utandagskrárumræðu um stöðu Landsvirkjunar sem fram fer í dag. Vigdís segir að svo virðist vera sem bankarnir hafi uppþanið efnahagsreikninginn og sett inn óefnislegar eignir sem virðist hafa verið hægt að veðsetja fyrir lánum.

„Fyrirtækið skuldar geysilega mikið og ég er undrandi á því hvernig þetta fyrirtæki sem hefur bæði tekjur og gjöld í erlendum myntum hafi getað skuldsett sig svona mikið á undanförnum árum," segir Vigdís. Hún bendir á að fyrirtækið sé ekki að lenda í vanda vegna gengishruns eins og flest önnur fyrirtæki sem hafi lán í erlendri mynt en tekjur í íslenskri. Fjármálastjórnun fyrirtækisins hefði mátt vera skynsamlegri.

Vigdís segist hafa áhyggjur af stöðu Landsvirkjunar því fullyrt sé að Landsvirkjun skuldi um 400 milljarða. Það þurfi að spyrja sig hvort það sé íslenskur almenningur eða kröfuhafar sem eigi Landsvirkjun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×