Viðskipti innlent

Hagar semja um 7 milljarða endurfjármögnun hjá tveimur bönkum

Hagar hf. hafa undirritað samkomulag við Nýja Kaupþing banka hf. og NBI hf. um endurfjármögnun félagsins með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og samþykki lánanefnda bankanna.

Í tilkynningu til kauphallar segir að fjármögnunin mun tryggja að Hagar hf. greiði skuldabréfaflokk félagsins á gjalddaga hans 19. október 2009. Nafnvirði skuldabréfaflokksins er 7 milljarðar króna.

Hagar reka Bónus og Hagkaup og fjölmargar aðrar smásöluverslanir. Hagar áttu 43% hlut í Húsasmiðjunni þar til í fyrradag þegar ákveðið var á aðalfundi Húsasmiðjunnar hf. að að færa hlutafé hennar niður í núll. Bókfært verðmæti hlutafjárins hjá Högum hf. hefur verið afskrifað. Að sögn forsvarsmanna Haga hf. hefur afskriftin engin áhrif á endurgreiðsluhæfni félagsins á skráðum skuldabréfaflokki Haga hf.

Þessar fregnir koma í kjölfar frétta af umdeildri sölu á Högum frá Baugi til Gaums, félags í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu. Skiptastjóri þrotabús Baugs hefur haft þá sölu til skoðunar og líklegt er að þau mál endi fyrir dómstólum.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×