Erlent

Flugfélag sendir farþegana á salernið

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Starfsmaður All Nippon Airways hvetur farþega til að skella sér á postulínið áður en hann fer um borð.
Starfsmaður All Nippon Airways hvetur farþega til að skella sér á postulínið áður en hann fer um borð.

Japanska flugfélagið All Nippon Airways hvetur farþega sína til að bregða sér á salernið og létta á sér áður en þeir stíga um borð í vélar félagsins. Ekki er þetta gert til að fyrirbyggja klósettráp í fluginu heldur til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en reiknimeistarar flugfélagsins hafa komist að þeirri niðurstöðu að hafi helmingur farþega létt á sér fyrir flug dragi það svo úr eldsneytiseyðslu flugflotans að 4,2 tonnum minna af koltvísýringi fari út í andrúmsloftið á mánuði. Hér er um að ræða einn lið tilraunar sem standa mun allan októbermánuð en um leið mun flugfélagið nota glös úr endurunnum pappa um borð og sýna fræðslumyndir um umhverfisvernd í fluginu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×