Sigmundur Davíð bestur - Gunnar Helgi í ruglinu Breki Logason skrifar 6. október 2009 00:01 Ögmundur Jónasson Mynd/Stefán Karlsson Ögmundur Jónasson var veikur heima þegar forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Hann horfði hinsvegar á umræðurnar í sjónvarpinu og þótti ýmsir góðir. Hrifnastur var hann þó af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Framsóknarflokksins. Ögmundur botnar ekkert í stjórnmálafræðiprófessor sem segir Ögmund halda ríkisstjórninni í gíslingu. „Þetta er óskiljanlegt rugl," segir Ögmundur um fullyrðingar prófessorsins. Það vakti athygli að Ögmundur var víðsfjarri þingsal í kvöld en nokkuð hefur gustað um hann síðan hann hætti sem heilbrigðisráðherra í síðustu viku. Fréttir bárust af því í dag að hann hefði beðist undan því að mæla fyrir hönd VG í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. „Ég var bara lasinn heima," segir Ögmundur aðspurður um fjarveru sína. „Ég horfði hinsvegar á þetta og mönnum mæltist ágætlega. Sigmundur Davíð þótti mér góður, ýmsir voru ágætir, en hann var bestur," segir Ögmundur. Aðspurður um ríkisstjórnarsamstarfið og hvað muni gerast á næstu dögum segir Ögmundur það ráðast með niðurstöðunni í Icesavemálinu. Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor, hélt því fram á Vísi í gærmorgun að Ögmundur héldi ríkisstjórninni í gíslingu. Þetta skilur Ögmundur ekki og spyr hvar Gunnar hafi lært fræði sín. „Hvernig getur einstaklingur sem vill styrkja þingræðið og vill að þingið greiði atkvæði og útkljái þetta mál frjálst og óháð verið að halda mönnum í gíslingu. Þetta er óskiljanlegt rugl," segir Ögmundur allt annað en ánægður. „Maður sem að víkur úr ríkisstjórn sem hótar að sprengja sjálfa sig í loft upp ef viðkomandi hverfur ekki frá afstöðu sinni er sakaður um að halda ríkisstjórninni í gíslingu. Þetta er eitthvað skrýtið." Þannig að þú varst frekar að bjarga henni? „Ég hefði haldið það frekar." „Ég er hræddur um að ég hefði fallið á prófi Gunnars Helga og ég bíð ekki í þá sem ná prófi í þessum vísindum." Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Ögmundur Jónasson var veikur heima þegar forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Hann horfði hinsvegar á umræðurnar í sjónvarpinu og þótti ýmsir góðir. Hrifnastur var hann þó af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Framsóknarflokksins. Ögmundur botnar ekkert í stjórnmálafræðiprófessor sem segir Ögmund halda ríkisstjórninni í gíslingu. „Þetta er óskiljanlegt rugl," segir Ögmundur um fullyrðingar prófessorsins. Það vakti athygli að Ögmundur var víðsfjarri þingsal í kvöld en nokkuð hefur gustað um hann síðan hann hætti sem heilbrigðisráðherra í síðustu viku. Fréttir bárust af því í dag að hann hefði beðist undan því að mæla fyrir hönd VG í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. „Ég var bara lasinn heima," segir Ögmundur aðspurður um fjarveru sína. „Ég horfði hinsvegar á þetta og mönnum mæltist ágætlega. Sigmundur Davíð þótti mér góður, ýmsir voru ágætir, en hann var bestur," segir Ögmundur. Aðspurður um ríkisstjórnarsamstarfið og hvað muni gerast á næstu dögum segir Ögmundur það ráðast með niðurstöðunni í Icesavemálinu. Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor, hélt því fram á Vísi í gærmorgun að Ögmundur héldi ríkisstjórninni í gíslingu. Þetta skilur Ögmundur ekki og spyr hvar Gunnar hafi lært fræði sín. „Hvernig getur einstaklingur sem vill styrkja þingræðið og vill að þingið greiði atkvæði og útkljái þetta mál frjálst og óháð verið að halda mönnum í gíslingu. Þetta er óskiljanlegt rugl," segir Ögmundur allt annað en ánægður. „Maður sem að víkur úr ríkisstjórn sem hótar að sprengja sjálfa sig í loft upp ef viðkomandi hverfur ekki frá afstöðu sinni er sakaður um að halda ríkisstjórninni í gíslingu. Þetta er eitthvað skrýtið." Þannig að þú varst frekar að bjarga henni? „Ég hefði haldið það frekar." „Ég er hræddur um að ég hefði fallið á prófi Gunnars Helga og ég bíð ekki í þá sem ná prófi í þessum vísindum."
Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira