Enski boltinn

Ferguson: Dórmarinn var ekki í formi til að dæma þennan leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United.
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Mynd/AFP

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var allt annað en ánægður með dómarann Alan Wiley eftir 2-2 jafntefli Manchester United á móti Sunderland í kvöld. United mátti þakka fyrir jöfnunarmarkið í uppbótartíma en Ferguson talaði um lítið annað en formleysi dómarans.

„Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með dómarann. Hann bætti engum tíma við þrátt fyrir að við höfum skorað í uppbótartíma. Hann gaf upp fjórar mínútur og flautaði eftir 4 mínútur og 2 sekúndur," sagði Sir Alex Ferguson eftir leikinn en Wiley var einmitt fjórði dómari í umdeildum sigri United á Manchester-slagnum á dögunum.

„Hann var líka að labba upp völlinn þegar þeir skora annað markið sitt og þurfti þá augljóslega á hvíld að halda. Hann var ekki formi til þess að dæma þennan leik," sagði Sir Alex Ferguson og bætti við:

„Hraðinn og tempóið í leiknum var það mikið að það þurfti að fá dómara sem var í góðu formi. Þetta var móðgun við okkar leik því hann var langt frá því að vera í formi. Hann tók 30 sekúndur í að spjalda menn til þess að ná sér í smá hvíld. Þetta var út í hött," sagði Ferguson harðorður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×