Segir stóriðjustörfin þau dýrustu í heimi 3. október 2009 06:45 Finnbogi Jónsson telur að efla eigi nýsköpun atvinnulífsins frekar en að horfa til stóriðju. Lánsfé sé dýrt og skapa verði sem flest störf. Störf í stóriðju séu þau dýrustu í heimi og því nýtist féð betur í nýsköpun.fréttablaðið/stefán Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarjóðs atvinnulífsins, segir allt of mikið einblínt á stóriðju sem lausn við atvinnuleysi í kreppunni. Stóriðjustörf séu þau dýrustu í heimi og mun nær væri að horfa til nýsköpunar í atvinnulífinu. Með því sé hægt að skapa mun fleiri störf fyrir sama fé. „Aðstæður til að taka lán erlendis hafa gjörbreyst hér á landi og það þýðir að við verðum að nota þá fjármuni sem við á annað borð fáum að láni eins skynsamlega og mögulegt er. Við búum við mikið atvinnuleysi, sem er breyting frá því sem áður var, og þurfum að leggja áherslu á fjárfestingar sem skapa ný störf og sem mestar gjaldeyristekjur fyrir hverja krónu sem við notum til fjárfestinga. Stóriðjan, eða ný álver, er ekki kostur í stöðunni.“ Finnbogi tekur álverið í Straumsvík sem dæmi, en áformað er að auka framleiðslugetu þess um 40 þúsund tonn á ári. Til þess þurfi að reisa Búðarhálsvirkjun. „Fjárfestingarkostnaður við virkjunina er 25 milljarðar króna, bara okkar hluti. Þetta skapar tólf ný framtíðarstörf í Straumsvík, sem er náttúrlega ekki neitt miðað við fjárfestinguna.“ Tölvufyrirtækið CCP hefur verið mikið í fréttum og gengur vel. Finnbogi tekur það sem dæmi um fyrirtæki sem þróist í að verða stórveldi í útflutningi. Leikjaiðnaðurinn í heild sinni, sem það er hluti af, skapi yfir 350 störf hér á landi. Annað dæmi sem nefna megi sé fyrirtækið Marorka, sem þrói orkustjórnunarkerfi í skip. Það geti á næstu árum orðið að svipaðri stærð og CCP. „Hvert starf í þessum geira sem við fjárfestum í kostar á bilinu 25 til 30 milljónir króna, sem er þá heildarfjárfesting á bak við hvert fyrirtæki. Hvert starf í stóriðju kostar hins vegar að minnsta kosti 1 milljarð. Þá skapa nýsköpunarstörfin einnig afleidd störf á sama hátt og álver og jafnvel enn frekar. Grundvallaratriðið er að peningar eru dýrir núna og í litlum skammti. Þess vegna verðum við að horfa á hvað gefur mesta arðsemi af hverri krónu og flest störf um leið. Það er ekki stóriðjan, þar eru dýrustu störf í heimi.“ kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarjóðs atvinnulífsins, segir allt of mikið einblínt á stóriðju sem lausn við atvinnuleysi í kreppunni. Stóriðjustörf séu þau dýrustu í heimi og mun nær væri að horfa til nýsköpunar í atvinnulífinu. Með því sé hægt að skapa mun fleiri störf fyrir sama fé. „Aðstæður til að taka lán erlendis hafa gjörbreyst hér á landi og það þýðir að við verðum að nota þá fjármuni sem við á annað borð fáum að láni eins skynsamlega og mögulegt er. Við búum við mikið atvinnuleysi, sem er breyting frá því sem áður var, og þurfum að leggja áherslu á fjárfestingar sem skapa ný störf og sem mestar gjaldeyristekjur fyrir hverja krónu sem við notum til fjárfestinga. Stóriðjan, eða ný álver, er ekki kostur í stöðunni.“ Finnbogi tekur álverið í Straumsvík sem dæmi, en áformað er að auka framleiðslugetu þess um 40 þúsund tonn á ári. Til þess þurfi að reisa Búðarhálsvirkjun. „Fjárfestingarkostnaður við virkjunina er 25 milljarðar króna, bara okkar hluti. Þetta skapar tólf ný framtíðarstörf í Straumsvík, sem er náttúrlega ekki neitt miðað við fjárfestinguna.“ Tölvufyrirtækið CCP hefur verið mikið í fréttum og gengur vel. Finnbogi tekur það sem dæmi um fyrirtæki sem þróist í að verða stórveldi í útflutningi. Leikjaiðnaðurinn í heild sinni, sem það er hluti af, skapi yfir 350 störf hér á landi. Annað dæmi sem nefna megi sé fyrirtækið Marorka, sem þrói orkustjórnunarkerfi í skip. Það geti á næstu árum orðið að svipaðri stærð og CCP. „Hvert starf í þessum geira sem við fjárfestum í kostar á bilinu 25 til 30 milljónir króna, sem er þá heildarfjárfesting á bak við hvert fyrirtæki. Hvert starf í stóriðju kostar hins vegar að minnsta kosti 1 milljarð. Þá skapa nýsköpunarstörfin einnig afleidd störf á sama hátt og álver og jafnvel enn frekar. Grundvallaratriðið er að peningar eru dýrir núna og í litlum skammti. Þess vegna verðum við að horfa á hvað gefur mesta arðsemi af hverri krónu og flest störf um leið. Það er ekki stóriðjan, þar eru dýrustu störf í heimi.“ kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira