Segir stóriðjustörfin þau dýrustu í heimi 3. október 2009 06:45 Finnbogi Jónsson telur að efla eigi nýsköpun atvinnulífsins frekar en að horfa til stóriðju. Lánsfé sé dýrt og skapa verði sem flest störf. Störf í stóriðju séu þau dýrustu í heimi og því nýtist féð betur í nýsköpun.fréttablaðið/stefán Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarjóðs atvinnulífsins, segir allt of mikið einblínt á stóriðju sem lausn við atvinnuleysi í kreppunni. Stóriðjustörf séu þau dýrustu í heimi og mun nær væri að horfa til nýsköpunar í atvinnulífinu. Með því sé hægt að skapa mun fleiri störf fyrir sama fé. „Aðstæður til að taka lán erlendis hafa gjörbreyst hér á landi og það þýðir að við verðum að nota þá fjármuni sem við á annað borð fáum að láni eins skynsamlega og mögulegt er. Við búum við mikið atvinnuleysi, sem er breyting frá því sem áður var, og þurfum að leggja áherslu á fjárfestingar sem skapa ný störf og sem mestar gjaldeyristekjur fyrir hverja krónu sem við notum til fjárfestinga. Stóriðjan, eða ný álver, er ekki kostur í stöðunni.“ Finnbogi tekur álverið í Straumsvík sem dæmi, en áformað er að auka framleiðslugetu þess um 40 þúsund tonn á ári. Til þess þurfi að reisa Búðarhálsvirkjun. „Fjárfestingarkostnaður við virkjunina er 25 milljarðar króna, bara okkar hluti. Þetta skapar tólf ný framtíðarstörf í Straumsvík, sem er náttúrlega ekki neitt miðað við fjárfestinguna.“ Tölvufyrirtækið CCP hefur verið mikið í fréttum og gengur vel. Finnbogi tekur það sem dæmi um fyrirtæki sem þróist í að verða stórveldi í útflutningi. Leikjaiðnaðurinn í heild sinni, sem það er hluti af, skapi yfir 350 störf hér á landi. Annað dæmi sem nefna megi sé fyrirtækið Marorka, sem þrói orkustjórnunarkerfi í skip. Það geti á næstu árum orðið að svipaðri stærð og CCP. „Hvert starf í þessum geira sem við fjárfestum í kostar á bilinu 25 til 30 milljónir króna, sem er þá heildarfjárfesting á bak við hvert fyrirtæki. Hvert starf í stóriðju kostar hins vegar að minnsta kosti 1 milljarð. Þá skapa nýsköpunarstörfin einnig afleidd störf á sama hátt og álver og jafnvel enn frekar. Grundvallaratriðið er að peningar eru dýrir núna og í litlum skammti. Þess vegna verðum við að horfa á hvað gefur mesta arðsemi af hverri krónu og flest störf um leið. Það er ekki stóriðjan, þar eru dýrustu störf í heimi.“ kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarjóðs atvinnulífsins, segir allt of mikið einblínt á stóriðju sem lausn við atvinnuleysi í kreppunni. Stóriðjustörf séu þau dýrustu í heimi og mun nær væri að horfa til nýsköpunar í atvinnulífinu. Með því sé hægt að skapa mun fleiri störf fyrir sama fé. „Aðstæður til að taka lán erlendis hafa gjörbreyst hér á landi og það þýðir að við verðum að nota þá fjármuni sem við á annað borð fáum að láni eins skynsamlega og mögulegt er. Við búum við mikið atvinnuleysi, sem er breyting frá því sem áður var, og þurfum að leggja áherslu á fjárfestingar sem skapa ný störf og sem mestar gjaldeyristekjur fyrir hverja krónu sem við notum til fjárfestinga. Stóriðjan, eða ný álver, er ekki kostur í stöðunni.“ Finnbogi tekur álverið í Straumsvík sem dæmi, en áformað er að auka framleiðslugetu þess um 40 þúsund tonn á ári. Til þess þurfi að reisa Búðarhálsvirkjun. „Fjárfestingarkostnaður við virkjunina er 25 milljarðar króna, bara okkar hluti. Þetta skapar tólf ný framtíðarstörf í Straumsvík, sem er náttúrlega ekki neitt miðað við fjárfestinguna.“ Tölvufyrirtækið CCP hefur verið mikið í fréttum og gengur vel. Finnbogi tekur það sem dæmi um fyrirtæki sem þróist í að verða stórveldi í útflutningi. Leikjaiðnaðurinn í heild sinni, sem það er hluti af, skapi yfir 350 störf hér á landi. Annað dæmi sem nefna megi sé fyrirtækið Marorka, sem þrói orkustjórnunarkerfi í skip. Það geti á næstu árum orðið að svipaðri stærð og CCP. „Hvert starf í þessum geira sem við fjárfestum í kostar á bilinu 25 til 30 milljónir króna, sem er þá heildarfjárfesting á bak við hvert fyrirtæki. Hvert starf í stóriðju kostar hins vegar að minnsta kosti 1 milljarð. Þá skapa nýsköpunarstörfin einnig afleidd störf á sama hátt og álver og jafnvel enn frekar. Grundvallaratriðið er að peningar eru dýrir núna og í litlum skammti. Þess vegna verðum við að horfa á hvað gefur mesta arðsemi af hverri krónu og flest störf um leið. Það er ekki stóriðjan, þar eru dýrustu störf í heimi.“ kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira