Innlent

Fullyrðir að bankarnir takmarki úttektir vegna greiðsluverkfallsins

„Við höfum fengið staðfestingu á því að þegar sé farið að takamarka úttektir af innistæðureikningum sem viðbrögð við greiðsluverkfallinu að hálfu bankana," segir Friðrik Friðriksson, stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna.

Friðrik fullyrti í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að viðbrögð bankastofnana við greiðsluverkfalli Hagsmunasamtaka heimilanna væri meðal annars að takmarka úttektir. Hann sagði samtökin ekki halda utan um fjölda þátttakenda í verkfallinu sem hófst í dag.

Verkfallinu er ætlað að standa í 15 daga og er fólk meðal annars kvatt til þess að greiða ekki reikninga sína á meðan á því stendur. Þá er almenningur ennfremur hvattur til þess að segja upp greiðslukortum, taka út innistæður í bönkum og greiða einungis samkvæmt upprunalegri greiðsluáætlun.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×