Innlent

Vill eftirlit með Ólafi Ragnari

Björn Bjarnason er beittur á heimasíðu sinni í dag.
Björn Bjarnason er beittur á heimasíðu sinni í dag.
Björn Bjarnason fyrrum dómsmálaráðherra og þingmaður segist áður hafa lagt til að utanríkisráðuneytið eigi vitni að viðtölum Ólafs Ragnars við erlenda fjölmiðla. Þetta segir Björn í tilefni þess að Bloomberg-fréttasjónvarpið hafði rangt eftir forsetanum í viðtali í gær að hans eigin sögn. Björn segir að eftirlitsmaðurinn gæti þá að minnsta kosti staðfest, að Ólafur Ragnar hefði ekki sagt neina vitleysu við fréttamanninn.

„Ég sé á vefsíðum, að Ólafur Ragnar hefur sagt eitthvað um íslenska bankamenn við Bloomberg-fréttasjónvarpið, síðan dregið það til baka og kennt fréttamanni um vitleysuna. Ég hef áður lagt til, að uatnríkisráðuneytið eigi vitni að viðtölum Ólafs Ragnars við erlenda fjölmiðla. Eftirlitsmaðurinn gæti að minnsta kosti staðefst, að Ólafur Ragnar hefði ekki sagt neina vitleysu við fréttamanninn," skrifar Björn á heimasíðu sína í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×