Innlent

Formanni Blaðamannafélagsins sagt upp hjá Morgunblaðinu

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, blaðamaður og formaður Blaðamannafélags Íslands.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, blaðamaður og formaður Blaðamannafélags Íslands.

Formanni Blaðamannafélagsins og blaðamaður hjá Morgunblaðinu, Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, hefur verið sagt upp störfum hjá blaðinu. Þegar hefur fjölda starfsmanna verið sagt upp vegna víðtækra skipulagsbreytinga og telja þeir hátt á annan tug.

Þóra Kristín staðfesti við Vísi að henni hefði verið sagt upp störfum. Sjálf vill hún ekki tjá sig um málið enn sem komið en segir að Blaðamannafélagið sé að skoða uppsagnirnar og búast megi við viðbrögðum síðdegis í dag.

Vísir greindi frá því fyrr í morgun að Haraldur Johannessen og Davíð Oddsson hafi mætt á fund stjórnar Árvakurs í gærdag. Ekki er ljóst hvað var rætt en fjölmiðlar hafa greint frá því að hugsanlega taki þeir við sem ritstjórar Morgunblaðsins.

Það hefur ekki fengist staðfest.

Starfsmannafundur verður haldin klukkan hálf fimm í dag. Þá munu málin hugsanlega skýrast.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×