Innlent

Maður handtekinn nakinn í Skeifunni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók ungan mann um fjögur í nótt en hann var nakinn í verslun Hagkaups í Skeifunni. Maðurinn var til vandræða og því hringdi öryggisvörður á eftir aðstoð lögreglu. Þegar hún kom á vettvang var maðurinn búinn að færa sig í verslun Office 1 þar rétt hjá.

Þegar lögreglan handtók manninn sagðist hann hafa tekið ofskynjunarsveppi og því fór sem fór. Maðurinn gistir fangageymslur lögreglunnar og verður skýrsla tekin af honum síðar í dag.

Annars var rólegt hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×