Enski boltinn

Reina, markvörður Liverpool: Eigum ekki raunhæfa möguleika á titlinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pepe Reina, markvörður Liverpool.
Pepe Reina, markvörður Liverpool. Mynd/AFP

Pepe Reina, markvörður Liverpool, telur að Liverpool-liðið eigi ekki raunhæfa möguleika á að vinna enska meistaratitilinn á þessu tímabili. Liverpool endaði í 2. sæti á síðasta tímabili sem var besta tímabil félagsins síðan 1990 eða frá því að þeir urðu síðasta Englandsmeistarar.

Liverpool hefur aðeins náð að vinna tvo af fyrstu fjórum leikjum sínum en fær Burnley í heimsókn á Anfield í dag. Reina segir að það sé engin pirringur eða uppgjöf í liðinu en hann og fleiri geri sér grein fyrir að breiddin sé ekki nægilega mikil.

Reina kallar á aðgerðir eigendanna og segir að Liverpool sitji annars eftir. "Það væri æðislegt ef að við gætum komist í þá stöðu að fara að kaupa sterka leikmenn og byggja upp lið sem getur keppt við hin liðin," sagði Reina.

„Við getum unnið deildina en það eru miklu meiri líkur á því að Chelsea, United, Arsenal, Manchester City verði meistarar. Við viljum allir vinna enska meistaratitilinn en eins og staðan er núna þá er það ekki raunhæft markmið," sagði Reina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×