Verðtrygging miðist við laun 9. september 2009 06:15 Verðtryggð húsnæðislán, sem og gengistryggð lán, eru áhættusamningar, sem stjórnvöld hefðu átt að vara almenning við. Þau eru gölluð vara, sem stjórnvöldum ber að endurskoða. Þetta segir Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði. Hann segir að tengja ætti verðtryggingu lána við launavísitölu, ekki vísitölu neysluverðs eins og nú er gert. Breyta verði kerfinu og gefa fólki færi á að byrja upp á nýtt, og það verði að gera fljótlega. „Það er spursmál um skilvirkni, félagslegt réttlæti, félagslega samstöðu og réttsýni," segir Stiglitz í samtali við Fréttablaðið. Mikilvægt sé að leiðrétta skuldir heimilanna án þess að þeir sem ekki hafi tekið áhættu í fjármálum þurfi að borga brúsann. Íslenska reynslan af hruninu kallar á að nýtt verkfæri verði skapað sem tekur á því þegar laun lækka um leið og verðlag hækkar, segir Stiglitz. Í stað þess að binda upphæð lána við neysluverð eins og nú sé gert væri betra að binda hana við launaþróun í landinu. „[Verðtryggingin] tryggði að bankamennirnir fengju útlán sín endurgreidd, en það gleymdist að bankamenn geta því aðeins fengið greitt að lántakandinn sé á lífi. Það var eiginlega ákveðið að drepa lántakandann," segir hann. Sú hugmynd að tengja fasteignalán launaþróun er ekki ný af nálinni, og íslensk stjórnvöld hafa þegar stigið skref í þessa átt með því að bjóða upp á svokallaða greiðslujöfnun, segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Hann segir að vel megi hugsa sér að vera með fasteignalánamarkað sem tengist til dæmis launavísitölu eða vísitölu fasteignaverðs, en það sé á þessu stigi aðeins akademísk umræða. Að sjálfsögðu sé þó hægt að skoða ýmsar leiðir til að leysa úr vanda þeirra sem eigi erfitt með að standa í skilum með lán sín. „Þetta er skynsamleg leið sem við erum að kanna," segir Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra. Hann segir það einn af kostunum við þessa hugmynd að hún nýtist öllum og auki ráðstöfunarfé fólksins í landinu. Þó verði að fara betur yfir málið áður en hægt sé að ákveða hvort heppilegt geti verið að stefna að því að gera þessa breytingu. - kóþ, bj Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Verðtryggð húsnæðislán, sem og gengistryggð lán, eru áhættusamningar, sem stjórnvöld hefðu átt að vara almenning við. Þau eru gölluð vara, sem stjórnvöldum ber að endurskoða. Þetta segir Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði. Hann segir að tengja ætti verðtryggingu lána við launavísitölu, ekki vísitölu neysluverðs eins og nú er gert. Breyta verði kerfinu og gefa fólki færi á að byrja upp á nýtt, og það verði að gera fljótlega. „Það er spursmál um skilvirkni, félagslegt réttlæti, félagslega samstöðu og réttsýni," segir Stiglitz í samtali við Fréttablaðið. Mikilvægt sé að leiðrétta skuldir heimilanna án þess að þeir sem ekki hafi tekið áhættu í fjármálum þurfi að borga brúsann. Íslenska reynslan af hruninu kallar á að nýtt verkfæri verði skapað sem tekur á því þegar laun lækka um leið og verðlag hækkar, segir Stiglitz. Í stað þess að binda upphæð lána við neysluverð eins og nú sé gert væri betra að binda hana við launaþróun í landinu. „[Verðtryggingin] tryggði að bankamennirnir fengju útlán sín endurgreidd, en það gleymdist að bankamenn geta því aðeins fengið greitt að lántakandinn sé á lífi. Það var eiginlega ákveðið að drepa lántakandann," segir hann. Sú hugmynd að tengja fasteignalán launaþróun er ekki ný af nálinni, og íslensk stjórnvöld hafa þegar stigið skref í þessa átt með því að bjóða upp á svokallaða greiðslujöfnun, segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Hann segir að vel megi hugsa sér að vera með fasteignalánamarkað sem tengist til dæmis launavísitölu eða vísitölu fasteignaverðs, en það sé á þessu stigi aðeins akademísk umræða. Að sjálfsögðu sé þó hægt að skoða ýmsar leiðir til að leysa úr vanda þeirra sem eigi erfitt með að standa í skilum með lán sín. „Þetta er skynsamleg leið sem við erum að kanna," segir Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra. Hann segir það einn af kostunum við þessa hugmynd að hún nýtist öllum og auki ráðstöfunarfé fólksins í landinu. Þó verði að fara betur yfir málið áður en hægt sé að ákveða hvort heppilegt geti verið að stefna að því að gera þessa breytingu. - kóþ, bj
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira