Hafið þér ekið yfir Þingvallahraun? 5. september 2009 06:00 Allir gera sér grein fyrir að óbyggðir landsins geyma ýmis verðmæti. Þar eru beitilönd, vatnsföll, jarðefni, fiskur og fuglar. Eitt sinn greru þar víðfeðmir skógar og kjarr. Líka er þar landslag og fjölbreyttar jarðmyndanir, sandar, jöklar og margt fleira. Lengi litu Íslendingar á þessi verðmæti ýmist sem „sjálfvalin til nýtingar“ að eigin vild, þar með taldir jarðeigendur, eða töldu ekki að um verðmæti væri að ræða. Flestir uggðu heldur ekki að sér og skynjuðu ekki að til væri rányrkja eða að óafturkræfar aðgerðir gætu spillt verðmætum umfram nýtingarþol. Þannig varð t.d. til skógareyðing sem flestir nú til dags sjá eftir. Vissulega setur mannvist mörg og mikil merki á land en nú til dags eru hugtök eins og sjálfbærni eða náttúruvernd lykill að breyttri hugmyndafræði og við setjum okkur mörk. Sem betur fer. Sannarlega verðum við um leið að gæta okkar að fara ekki með hugmyndafræðina út í hreinar öfgar, líkt og þegar ekki mátti beina ljóskösturum á veturna að Gullfossi (sem var hægt að kveikja og slökkva á hluta úr dögum og fjarlægja eftir notkun) eða ætla að banna alla tínslu bergmola til eigin nota hvar sem er á landinu. Og umræða um náttúruvernd, allt frá hvalaskoðun eða veiðum til minni notkunar kolefniseldsneytis, litar alla fjölmiðla. Sem betur fer. Í þessu umhverfi er enn einu sinni tekið til við að ræða akstur utan vega. Hvað sem kortum og merkingum inn á þau líður er vandinn stór og hann eykst með hverju ári. Óbyggðir eru trúlega um helmingur lands utan jökla. Nú er verið að koma vegum og slóðum þar inn á einn kortagrunn til að sjá umfangið og geta flokkað leiðirnar í leyfðar aksturleiðir og óleyfðar. Í heild skipta þær vafalítið mörg þúsund kílómetrum og menn geta ímyndað sér þá reitun (uppskiptingu) víðernis sem verður til við slíkt kraðak á svæði sem er rétt um 200 kílómetrar á hvern veg. Líklega fjölgar slóðunum meðan þessi vinna fer fram. Ég fór yfir Hófsvað, horfði á slóða rudda á Arnarvatnsheiði, aðstoðaði bíla fasta upp á miðjar hlíðar í Þjófadölum fyrir löngu síðan; kynntist sem sagt brautryðjendastarfi í bílferðum um hálendi Íslands. Þar sást enginn fyrir og öllu var fagnað. Þrátt fyrir lög og reglur og sjaldgæfan fögnuð nú til dags er enn verið að aka að óþörfu um landið eða búa til ökuleiðir sem geta ekki haft nægan tilgang til að réttlæta raskið. Og því miður hefur líka bæst við í ökutækjaflóruna. Torfæruhjól og fjórhjól eru skemmtileg og oft gagnleg tæki en notkun þeirra fer langt fram úr skynsemi. Mikið álag er á náttúru og gróðurlendi næst þéttbýli í landinu af ökumönnum slíkra tækja. Fjöll og hæðir, melar og hraun, göngustígar, reiðgötur, fjárgötur og grónar grundir milli vega eða stíga; víða sjást vond merki um fullkomlega tillitslausan akstur. Sannarlega er margur jeppamaðurinn eða mótorhjólakappinn saklaus af rangri notkun síns tækis og samtök fólks á þessum nótum gera gagn en því fer þó fjarri að þar með takist að hemja slóðagerðina eða landskemmdir á misjafnlega förnum vegum eða ósnertu víðerni. Svo geta erlendir ökumenn valdið tjóni. Til þess að bæta úr ástandinu þarf margt til. Ég nefni aðeins þrennt: Breytt viðhorf ungra og aldinna til aksturs utan viðurkenndra vega og slóða. Flokkun allra ökuleiða í nothæfa flokka og formlega lokun annarra ökuleiða. Til þessa þarf kortaútgáfu og algjöra lokun sumra svæða. Og loks aukinn skilningur á því að njóta landsins með því að aka minna en fara heldur um með öðrum hætti (ganga, skíði, hestar, kajakar o.s.frv). Því fyrr því betra. Höfundur er jarðvísindamaður og áhugamaður um útivist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Sjá meira
Allir gera sér grein fyrir að óbyggðir landsins geyma ýmis verðmæti. Þar eru beitilönd, vatnsföll, jarðefni, fiskur og fuglar. Eitt sinn greru þar víðfeðmir skógar og kjarr. Líka er þar landslag og fjölbreyttar jarðmyndanir, sandar, jöklar og margt fleira. Lengi litu Íslendingar á þessi verðmæti ýmist sem „sjálfvalin til nýtingar“ að eigin vild, þar með taldir jarðeigendur, eða töldu ekki að um verðmæti væri að ræða. Flestir uggðu heldur ekki að sér og skynjuðu ekki að til væri rányrkja eða að óafturkræfar aðgerðir gætu spillt verðmætum umfram nýtingarþol. Þannig varð t.d. til skógareyðing sem flestir nú til dags sjá eftir. Vissulega setur mannvist mörg og mikil merki á land en nú til dags eru hugtök eins og sjálfbærni eða náttúruvernd lykill að breyttri hugmyndafræði og við setjum okkur mörk. Sem betur fer. Sannarlega verðum við um leið að gæta okkar að fara ekki með hugmyndafræðina út í hreinar öfgar, líkt og þegar ekki mátti beina ljóskösturum á veturna að Gullfossi (sem var hægt að kveikja og slökkva á hluta úr dögum og fjarlægja eftir notkun) eða ætla að banna alla tínslu bergmola til eigin nota hvar sem er á landinu. Og umræða um náttúruvernd, allt frá hvalaskoðun eða veiðum til minni notkunar kolefniseldsneytis, litar alla fjölmiðla. Sem betur fer. Í þessu umhverfi er enn einu sinni tekið til við að ræða akstur utan vega. Hvað sem kortum og merkingum inn á þau líður er vandinn stór og hann eykst með hverju ári. Óbyggðir eru trúlega um helmingur lands utan jökla. Nú er verið að koma vegum og slóðum þar inn á einn kortagrunn til að sjá umfangið og geta flokkað leiðirnar í leyfðar aksturleiðir og óleyfðar. Í heild skipta þær vafalítið mörg þúsund kílómetrum og menn geta ímyndað sér þá reitun (uppskiptingu) víðernis sem verður til við slíkt kraðak á svæði sem er rétt um 200 kílómetrar á hvern veg. Líklega fjölgar slóðunum meðan þessi vinna fer fram. Ég fór yfir Hófsvað, horfði á slóða rudda á Arnarvatnsheiði, aðstoðaði bíla fasta upp á miðjar hlíðar í Þjófadölum fyrir löngu síðan; kynntist sem sagt brautryðjendastarfi í bílferðum um hálendi Íslands. Þar sást enginn fyrir og öllu var fagnað. Þrátt fyrir lög og reglur og sjaldgæfan fögnuð nú til dags er enn verið að aka að óþörfu um landið eða búa til ökuleiðir sem geta ekki haft nægan tilgang til að réttlæta raskið. Og því miður hefur líka bæst við í ökutækjaflóruna. Torfæruhjól og fjórhjól eru skemmtileg og oft gagnleg tæki en notkun þeirra fer langt fram úr skynsemi. Mikið álag er á náttúru og gróðurlendi næst þéttbýli í landinu af ökumönnum slíkra tækja. Fjöll og hæðir, melar og hraun, göngustígar, reiðgötur, fjárgötur og grónar grundir milli vega eða stíga; víða sjást vond merki um fullkomlega tillitslausan akstur. Sannarlega er margur jeppamaðurinn eða mótorhjólakappinn saklaus af rangri notkun síns tækis og samtök fólks á þessum nótum gera gagn en því fer þó fjarri að þar með takist að hemja slóðagerðina eða landskemmdir á misjafnlega förnum vegum eða ósnertu víðerni. Svo geta erlendir ökumenn valdið tjóni. Til þess að bæta úr ástandinu þarf margt til. Ég nefni aðeins þrennt: Breytt viðhorf ungra og aldinna til aksturs utan viðurkenndra vega og slóða. Flokkun allra ökuleiða í nothæfa flokka og formlega lokun annarra ökuleiða. Til þessa þarf kortaútgáfu og algjöra lokun sumra svæða. Og loks aukinn skilningur á því að njóta landsins með því að aka minna en fara heldur um með öðrum hætti (ganga, skíði, hestar, kajakar o.s.frv). Því fyrr því betra. Höfundur er jarðvísindamaður og áhugamaður um útivist.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun