Innlent

Hvers vegna eiga Íslendingar að greiða Icesave?

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjöldi fólks hefur mótmælt Icesave samningunum á Austurvelli í skipulögðum mótmælum. Mynd/ Arnþór
Fjöldi fólks hefur mótmælt Icesave samningunum á Austurvelli í skipulögðum mótmælum. Mynd/ Arnþór

„Af hverju ætti fólk sem kom hvergi nálægt Icesave reikningunum að greiða fyrir þá, bara af því að það býr á Íslandi?" Þessarar spurningar spyr Nathan Lewis, sjóðsstjóri og pistlahöfundur á Huffington Post.

Lewis er ómyrkur í máli gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og segir hann rústa Íslandi og Lettlandi, sem eiga í miklum efnahagslegum erfiðleikum þessa dagana. Hann segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi frá því í byrjun níunda áratugar 20. aldar misleitt forystumenn ríkisstjórna um allan heim og haft í hótunum við þá svo að þeir greiddu af mislukkuðum veðum stórra peningamanna með skattfé.



Þá segist Lewis hafa áhyggjur af því að stjórnvöld á Íslandi verði neydd til þess að selja eigur ríkisins á brunaútsölu.

Lewis endar grein sína á því að það eigi að leggja niður Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

















Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×