Innlent

Atkvæði greidd um Icesave klukkan tíu í fyrramálið

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Samfylkingar.
Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Samfylkingar. Mynd/GVA
Náðst hefur samkomulag um að ljúka atkvæðagreiðslu um Icesave samningana klukkan tíu í fyrramálið. Áður fær fulltrúi hvers þingflokks um tíu mínútur til að flytja ávarp, en þau hefjast um klukkutíma fyrr.

Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, telur að hefðbundnum umræðum um frumvarpið ljúki með kvöldinu. Sem stendur bíða tólf þingmenn þess að taka til máls, auk þess sem þingmenn geta hver veitt öðrum andsvar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×