Geta ekki mætt í skóla vegna fátæktar foreldra Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 23. ágúst 2009 10:09 Þórhallur Heimisson, prestur við Hafnarfjarðarkirkju. Mynd/Stefán „Það sem ýtti mér af stað er að foreldrar hafa verið að hringja í mig út af börnum sem mættu ekki í skólann fyrsta daginn, því þau hafa ekki getað keypt bækur," segir Þórhallur Heimisson, prestur við Hafnarfjarðarkirkju, í samtali við fréttastofu. Hann skrifaði færslu í vefdagbók sína í gær þar sem hann lýsir erfiðum símtölum frá fólki sem getur ekki látið börnin sín byrja í skóla með haustinu, því ekki er til peningur til að kaupa námsbækur, skólavörur og greiða innritunargjöld. Þórhallur segir einkum um nemendur við framhaldsskóla að ræða. Aðspurður hvort hann telji hættu á að börn flosni hreinlega upp úr námi vegna fátæktar svarar Þórhallur: „Ég spyr - ef þú getur ekki mætt í skólann á mánudaginn því þú átt ekki bækur, hvað ætlarðu þá að gera?" Þórhallur segist hafa heyrt frá fólki sem standi frammi fyrir algjöru úrræðaleysi fyrir morgundaginn. Hann segir marga foreldra vera með fleiri en eitt barn á sínu framfæri sem þurfi að fæða og klæða á sama tíma og verðlag hækkar. Þórhallur bendir á að fólk geti leitað til Hjálparstarfs kirkjunnar og félagsþjónustunnar um styrki, en þeir hrökkvi skammt miðað við hvað kostnaðurinn við að hefja nám er mikill. Hann kallar eftir aðgerðum og biðlar til menntamálaráðherra í færslunni. „Ég veit ekki hvað þarf að gera, en ég veit að það þarf að gera eitthvað." Færslu Þórhalls má lesa hér. Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
„Það sem ýtti mér af stað er að foreldrar hafa verið að hringja í mig út af börnum sem mættu ekki í skólann fyrsta daginn, því þau hafa ekki getað keypt bækur," segir Þórhallur Heimisson, prestur við Hafnarfjarðarkirkju, í samtali við fréttastofu. Hann skrifaði færslu í vefdagbók sína í gær þar sem hann lýsir erfiðum símtölum frá fólki sem getur ekki látið börnin sín byrja í skóla með haustinu, því ekki er til peningur til að kaupa námsbækur, skólavörur og greiða innritunargjöld. Þórhallur segir einkum um nemendur við framhaldsskóla að ræða. Aðspurður hvort hann telji hættu á að börn flosni hreinlega upp úr námi vegna fátæktar svarar Þórhallur: „Ég spyr - ef þú getur ekki mætt í skólann á mánudaginn því þú átt ekki bækur, hvað ætlarðu þá að gera?" Þórhallur segist hafa heyrt frá fólki sem standi frammi fyrir algjöru úrræðaleysi fyrir morgundaginn. Hann segir marga foreldra vera með fleiri en eitt barn á sínu framfæri sem þurfi að fæða og klæða á sama tíma og verðlag hækkar. Þórhallur bendir á að fólk geti leitað til Hjálparstarfs kirkjunnar og félagsþjónustunnar um styrki, en þeir hrökkvi skammt miðað við hvað kostnaðurinn við að hefja nám er mikill. Hann kallar eftir aðgerðum og biðlar til menntamálaráðherra í færslunni. „Ég veit ekki hvað þarf að gera, en ég veit að það þarf að gera eitthvað." Færslu Þórhalls má lesa hér.
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira