Innlent

Segir sérstaka nefnd hafa takmarkað opinbert eftirlit

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Sighvatur Björgvinsson
Sighvatur Björgvinsson Myng/GVA
„Það var meira að segja sett upp þriggja manna nefnd sem átti að hafa stjórn á því að hinn svokallað eftirlitsiðnaður færi ekki úr hófi fram," segir Sighvatur Björgvinsson, framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og fyrrum formaður Alþýðuflokks, í samtali við Netvarpið.

Hann segir menn hafa farið út í mjög ákveðna tilraunastarfsemi með skefjalausa frjálshyggju. Hluti hennar hafi verið nefnd sem sá um að takmarka „óþarft" eftirlit með athöfnum einkaaðila. Sighvatur segir ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa staðið að baki nefndinni.

„Það var sagt að hið opinbera eftirlit væri eins og myllusteinn um hálsinn á einkaframtakinu. Það var sett á fót þriggja manna nefnd og ef einhver ætlaði að setja upp eftirlit með einhverju þurfti að fá leyfi hjá nefndinni," segir Sighvatur og bætir aðspurður við að nefndin hafi verið kölluð Karlanefndin.

Viðtalið við Sighvat má sjá hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×