Íslenskur öfgahópur veldur nýsköpunarfyrirtæki milljóna tjóni Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 19. ágúst 2009 15:16 Björn Lárus Örvar, framkvæmdastjóri ORF Líftækni. Mynd/Vilhelm „Við erum náttúrulega slegin yfir þessu," segir Björn Lárus Örvar, framkvæmdastjóri ORF Líftækni, en allt bygg í reit ORF í Gunnarsholti hefur verið eyðilagt. Um skemmdarverk er að ræða, en verknaðurinn var unninn í nótt eða í morgun. Byggið sem var eyðilagt er erfðabreytt og er í tilraunaræktun hjá ORF. Í tilkynningu frá ORF kemur fram að ræktunin hafi verið liður í rannsóknar- og þróunarstarfsemi fyrirtækisins sem miðar að því að framleiða verðmætar afurðir fyrir læknisfræðilegar rannsóknir, snyrtivöruiðnaðinn og lyfjaþróun. Ljóst er að fyrirtækið mun ekki fá uppskeru úr tilraunareitnum í haust líkt og stefnt var að. Fréttastofu barst nafnlaus tölvupóstur frá aðilum sem kalla sig Illgresi og lýsa sig ábyrg af verknaðinum. Hópurinn segir tilraunir ORF með ræktun á erfðabreyttu lyfjabyggi ryðja brautina fyrir ræktun erfðabreyttra lífvera almennt á Íslandi, sem hópurinn telur hættuleg umhverfinu og dýrum. Þá segir Illgresi skort á lýðræðislegri umræðu um málið og setja fram ásakanir um spillingu við rannsóknir og leyfisveitingar vegna ræktunarinnar. „Eftirlitsaðilar okkar jöfnuðu á dögunum tilraunareit Orfs í Gunnarsholti við jörðu. Héðan í frá munu erfðabreytingar ekki fara fram á íslandi án okkar íhlutunar," segir í nafnlausta póstinum frá Illgresi. „Ég skil hreinlega ekki hvað þeir eiga við þarna. Þetta fékk mjög góða og faglega umfjöllun hjá Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun. Ef það er ekki hægt að treysta okkar færasta vísindafólki í þessu þá veit ég ekki hvert er hægt að leita," segir Björn sem vísar gagnrýni Illgresis á bug. Hann segir tjónið mikið fyrir fyrirtækið og líklegast hlaupa á milljónum, enda undirbúningur tilraunarinnar mikill og efniviðurinn dýr. „Fyrir lítið fyrirtæki eins og okkar sem er að berjast við erfiðar aðstæður í nýsköpun er þetta náttúrulega ekki gott mál." Skemmdarverkið hefur verið kært til lögreglu. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
„Við erum náttúrulega slegin yfir þessu," segir Björn Lárus Örvar, framkvæmdastjóri ORF Líftækni, en allt bygg í reit ORF í Gunnarsholti hefur verið eyðilagt. Um skemmdarverk er að ræða, en verknaðurinn var unninn í nótt eða í morgun. Byggið sem var eyðilagt er erfðabreytt og er í tilraunaræktun hjá ORF. Í tilkynningu frá ORF kemur fram að ræktunin hafi verið liður í rannsóknar- og þróunarstarfsemi fyrirtækisins sem miðar að því að framleiða verðmætar afurðir fyrir læknisfræðilegar rannsóknir, snyrtivöruiðnaðinn og lyfjaþróun. Ljóst er að fyrirtækið mun ekki fá uppskeru úr tilraunareitnum í haust líkt og stefnt var að. Fréttastofu barst nafnlaus tölvupóstur frá aðilum sem kalla sig Illgresi og lýsa sig ábyrg af verknaðinum. Hópurinn segir tilraunir ORF með ræktun á erfðabreyttu lyfjabyggi ryðja brautina fyrir ræktun erfðabreyttra lífvera almennt á Íslandi, sem hópurinn telur hættuleg umhverfinu og dýrum. Þá segir Illgresi skort á lýðræðislegri umræðu um málið og setja fram ásakanir um spillingu við rannsóknir og leyfisveitingar vegna ræktunarinnar. „Eftirlitsaðilar okkar jöfnuðu á dögunum tilraunareit Orfs í Gunnarsholti við jörðu. Héðan í frá munu erfðabreytingar ekki fara fram á íslandi án okkar íhlutunar," segir í nafnlausta póstinum frá Illgresi. „Ég skil hreinlega ekki hvað þeir eiga við þarna. Þetta fékk mjög góða og faglega umfjöllun hjá Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun. Ef það er ekki hægt að treysta okkar færasta vísindafólki í þessu þá veit ég ekki hvert er hægt að leita," segir Björn sem vísar gagnrýni Illgresis á bug. Hann segir tjónið mikið fyrir fyrirtækið og líklegast hlaupa á milljónum, enda undirbúningur tilraunarinnar mikill og efniviðurinn dýr. „Fyrir lítið fyrirtæki eins og okkar sem er að berjast við erfiðar aðstæður í nýsköpun er þetta náttúrulega ekki gott mál." Skemmdarverkið hefur verið kært til lögreglu.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira