Íslenskur öfgahópur veldur nýsköpunarfyrirtæki milljóna tjóni Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 19. ágúst 2009 15:16 Björn Lárus Örvar, framkvæmdastjóri ORF Líftækni. Mynd/Vilhelm „Við erum náttúrulega slegin yfir þessu," segir Björn Lárus Örvar, framkvæmdastjóri ORF Líftækni, en allt bygg í reit ORF í Gunnarsholti hefur verið eyðilagt. Um skemmdarverk er að ræða, en verknaðurinn var unninn í nótt eða í morgun. Byggið sem var eyðilagt er erfðabreytt og er í tilraunaræktun hjá ORF. Í tilkynningu frá ORF kemur fram að ræktunin hafi verið liður í rannsóknar- og þróunarstarfsemi fyrirtækisins sem miðar að því að framleiða verðmætar afurðir fyrir læknisfræðilegar rannsóknir, snyrtivöruiðnaðinn og lyfjaþróun. Ljóst er að fyrirtækið mun ekki fá uppskeru úr tilraunareitnum í haust líkt og stefnt var að. Fréttastofu barst nafnlaus tölvupóstur frá aðilum sem kalla sig Illgresi og lýsa sig ábyrg af verknaðinum. Hópurinn segir tilraunir ORF með ræktun á erfðabreyttu lyfjabyggi ryðja brautina fyrir ræktun erfðabreyttra lífvera almennt á Íslandi, sem hópurinn telur hættuleg umhverfinu og dýrum. Þá segir Illgresi skort á lýðræðislegri umræðu um málið og setja fram ásakanir um spillingu við rannsóknir og leyfisveitingar vegna ræktunarinnar. „Eftirlitsaðilar okkar jöfnuðu á dögunum tilraunareit Orfs í Gunnarsholti við jörðu. Héðan í frá munu erfðabreytingar ekki fara fram á íslandi án okkar íhlutunar," segir í nafnlausta póstinum frá Illgresi. „Ég skil hreinlega ekki hvað þeir eiga við þarna. Þetta fékk mjög góða og faglega umfjöllun hjá Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun. Ef það er ekki hægt að treysta okkar færasta vísindafólki í þessu þá veit ég ekki hvert er hægt að leita," segir Björn sem vísar gagnrýni Illgresis á bug. Hann segir tjónið mikið fyrir fyrirtækið og líklegast hlaupa á milljónum, enda undirbúningur tilraunarinnar mikill og efniviðurinn dýr. „Fyrir lítið fyrirtæki eins og okkar sem er að berjast við erfiðar aðstæður í nýsköpun er þetta náttúrulega ekki gott mál." Skemmdarverkið hefur verið kært til lögreglu. Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira
„Við erum náttúrulega slegin yfir þessu," segir Björn Lárus Örvar, framkvæmdastjóri ORF Líftækni, en allt bygg í reit ORF í Gunnarsholti hefur verið eyðilagt. Um skemmdarverk er að ræða, en verknaðurinn var unninn í nótt eða í morgun. Byggið sem var eyðilagt er erfðabreytt og er í tilraunaræktun hjá ORF. Í tilkynningu frá ORF kemur fram að ræktunin hafi verið liður í rannsóknar- og þróunarstarfsemi fyrirtækisins sem miðar að því að framleiða verðmætar afurðir fyrir læknisfræðilegar rannsóknir, snyrtivöruiðnaðinn og lyfjaþróun. Ljóst er að fyrirtækið mun ekki fá uppskeru úr tilraunareitnum í haust líkt og stefnt var að. Fréttastofu barst nafnlaus tölvupóstur frá aðilum sem kalla sig Illgresi og lýsa sig ábyrg af verknaðinum. Hópurinn segir tilraunir ORF með ræktun á erfðabreyttu lyfjabyggi ryðja brautina fyrir ræktun erfðabreyttra lífvera almennt á Íslandi, sem hópurinn telur hættuleg umhverfinu og dýrum. Þá segir Illgresi skort á lýðræðislegri umræðu um málið og setja fram ásakanir um spillingu við rannsóknir og leyfisveitingar vegna ræktunarinnar. „Eftirlitsaðilar okkar jöfnuðu á dögunum tilraunareit Orfs í Gunnarsholti við jörðu. Héðan í frá munu erfðabreytingar ekki fara fram á íslandi án okkar íhlutunar," segir í nafnlausta póstinum frá Illgresi. „Ég skil hreinlega ekki hvað þeir eiga við þarna. Þetta fékk mjög góða og faglega umfjöllun hjá Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun. Ef það er ekki hægt að treysta okkar færasta vísindafólki í þessu þá veit ég ekki hvert er hægt að leita," segir Björn sem vísar gagnrýni Illgresis á bug. Hann segir tjónið mikið fyrir fyrirtækið og líklegast hlaupa á milljónum, enda undirbúningur tilraunarinnar mikill og efniviðurinn dýr. „Fyrir lítið fyrirtæki eins og okkar sem er að berjast við erfiðar aðstæður í nýsköpun er þetta náttúrulega ekki gott mál." Skemmdarverkið hefur verið kært til lögreglu.
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira