Innlent

Mikið af stórri síld og makríl

Ingunn AK í höfn en skipstjórinn segir mikið líf á miðunum fyrir norðan og austan.
Ingunn AK í höfn en skipstjórinn segir mikið líf á miðunum fyrir norðan og austan.

Uppsjávarveiðar ganga vel fyrir norðaustan land og nóg virðist vera af stórri síld og makríl á stóru svæði. Á vef HB Granda segir Guðlaugur Jónsson, skipstjóri á Ingunni AK, að stór síld sé á svæðinu, en hún sé stygg og ekki auðveidd.

Ingunn er á veiðum langt norður af Melrakkasléttu en við veiðar sunnar var of mikill makríll til að hægt væri að einbeita sér að síldveiðum.

Komandi verkefni skipa HB Granda eru síldveiðar í norsku lögsögunni en þar ræður félagið yfir um 6.200 tonna síldarkvóta.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×