Innlent

Álverssamningur undirritaður í skugga skyrslettna

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, og Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls undirrituðu í dag fjárfestingarsamning vegna álvers Norðuráls í Helguvík.

 

Meginmarkmið með samningnum er að tryggja ákveðinn stöðugleika í laga- og rekstrarumhverfi álversins sem er forsenda þess að ljúka megi fjármögnun verkefnisins. Samningurinn er sambærilegur þeim samningum sem gilda fyrir álverin á Grundartanga og á Reyðarfirði.

 

Nokkur fjöldi kom saman fyrir utan iðanðarráðuneytið og mótmælti. Meðal annars var grænu skyri slett á ráðuneytið og á bifreið ráðherrans. Þrír voru handteknir.

 

 

Stöðugleikasáttmáli aðila á vinnumarkaði og stjórnvalda byggist m.a. á því að lögð verði áhersla á að Helguvíkurverkefnið gangi fram.

 

Fyrirhugað er að fyrsti áfangi álversins taki til starfa seinni hluta árs 2011.

 

Þá er áætlað að starfsmenn verði 210 og verði síðan 540 þegar álverið verður fullbyggt en þá er gert ráð fyrir að allt að 1000 afleidd störf skapist til viðbótar úti í samfélaginu.

 

Við byggingu álversins munu allt að 1.500 manns starfa árið 2011 og við tengd verkefni skapast allt að 6.000 ársverk. Í heild er því áætlað að á Íslandi skapist um tíu þúsund ársverk við verkefnið og yfir tvö þúsund störf þegar framkvæmdir verða í hámarki. Áætlað er að opinber gjöld vegna starfsemi álversins í Helguvík nemi 4-5 milljarðum á ári til lengri tíma.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×