Erlent

Barnalíknarheimili berst enn í bökkum vegna hruns Kaupþings

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Naomi House barnalíknarheimilið er í Winchester.
Naomi House barnalíknarheimilið er í Winchester.

Eigendur barnalíknarheimilisins Naomi House hafa skrifað Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, bréf og óskað eftir því að lögfræðileg greinagerð verði skrifuð um bótagreiðslur breskra stjórnvalda til þeirra sem töpuðu fé við hrun íslensku bankanna.

Líknarheimilið, sem staðsett er nærri Winchester í Englandi, tapaði nærri 6 milljónum punda eða rúmum 1300 milljónum íslenskra króna þegar Singer & Friedlander banki Kaupþings hrundi í október síðastliðnum. Breskt stjórnvöld hafa kveðið úrskurð um að líknarfélög séu fagfjárfestar og geti þau því ekki vænst fullrar endurgreiðslu frá ríkinu, á því fé sem tapaðist.

Útlit er fyrir að Naomi House takist að halda daglegri starfsemi sinni gangandi eftir að um 20% af innistæðunum fengust greiddar undir lok síðustu viku. En stærstur hluti fjárins sem geymdur var á reikningum Singer & Friedlander átti að fara í að byggja upp deild sem myndi sinna veikum unglingum. Sú deild átti að taka til starfa í lok ársins.

Naomi House sinnir börnum og ungu fólki með sjúkdóma sem ógna lífi þeirra. Frá því að heimili félagsins opnaði árið 1997 hafa 450 börn og fjölskyldur notið þjónustu heimilisins.











Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×