Innlent

Ingunn Wernersdóttir greiddi ekki krónu í útsvar árið 2008

Ingunn Wernersdóttir.
Ingunn Wernersdóttir.
Hæstu skattgreiðendur í Reykjavík. Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu.
Heildargreiðsla í opinber gjöld segir ekki alla söguna um launatekjur viðkomandi aðila. Eins og fram hefur fram á Vísi, greiddi Hreiðar Már Sigurðsson, hæstu opinberu gjöldin í Reykjavík fyrir árið 2008. Ingunn Wernersdóttir, greiðir ekki krónu í útsvar samkvæmt álagningarskrám fyrir síðasta ár. Því má leiða að því líkum að hún framfleyti sér eingöngu á fjármagnstekjum.

Þorsteinn Már Baldvinsson, útgerðarmaður, sem gegndi stöðu stjórnarfomanns Glitnis banka við hrun bankans, er skattakóngur Íslands árið 2008.

Allir launþegar greiða tekjuskatt og útsvar af launatekjum sínum. Sé útsvarið lágt hlutfall af heildargjöldum skattgreiðenda hefur viðkomandi þeim mun meiri fjármagnstekjur en útsvar er ekki reiknað af stofni til fjármagnstekjuskatts.

Aimée Einarsson, greiðir til að mynda 136.480 krónur í útsvar af tæplega 76 milljóna króna heildargjöldum. Ingunn Wernersdóttir, greiðir eingöngu tekjuskatt en ekkert útsvar, því má nánast fullyrða að hún hafi engar aðrar launatekjur en fjármagnstekjur.

Á myndinni hér að ofan má sjá hvernig heildargjöld skattakónga Reykjavíkur skiptist á milli tekjuskatts og útsvars.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×