Innlent

Fjármálaráðherra segir heimild fyrir kyrrsetningu eigna í lögum

Sigríður Mogensen skrifar
Steingrímur J. Sigfússon vill skoða hvers vegna eignir hafi ekki verið kyrrsettar enn. Mynd/ Valgarður.
Steingrímur J. Sigfússon vill skoða hvers vegna eignir hafi ekki verið kyrrsettar enn. Mynd/ Valgarður.
Fjármálaráðherra segir ástæðu til að skoða hvers vegna eignir hafa ekki verið kyrrsettar enn. Heimildir séu fyrir því í lögum. Hann segir að Vinstri-græna vilja setja sjálfstæðar lagaheimildir sem auðvelda tímabundna kyrrsetningu eigna til að gæta hagsmuna þjóðarbúsins.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun að í höndum ákæruvaldsins séu fullnægjandi lagaheimildir til að frysta eignir ef efni standa til.

Steingrímur segir að hjá þingflokki Vinstri grænna sé áhugi fyrir því að setja sjálfstæðar lagaheimildir sem auðvelda tímabundna kyrrsetningu eigna til að gæta hagsmuna þjóðarbúsins. Hins vegar hafi vafist fyrir mönnum hvernig útfæra eigi slíkt lagalega.

Steingrímur segir að áhugavert væri að fá meira samstarf við stjórnvöld í Lúxemborg um að fylgja eftir málum þar. Hann segist munu beita sér sjálfur fyrir því á næstunni með því að hafa beint og milliliðalaust samband við stjórnvöld þar í landi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×