Innlent

Öll skemmdarverkin óupplýst

Geir Jón Þórisson
Geir Jón Þórisson Mynd/ Stefán
Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að öll sex málin þar sem skemmdarverk hafa verið unnin á híbýlum útrásrarvíkinga séu enn óupplýst. „Samkvæmt minni bestu vitneskju eru þessi mál en óupplýst," segir Geir Jón.

Í nótt var skvett málningu á hús Bjarna Ármannssonar og er hann sjötti útrásarvíkingurinn sem fær slíka meðferð hjá aðgerðasinnum. Geir Jón segir að viðbúnaður hjá lögreglu sé þó enginn vegna þessa. „Nei nei. Við fáum bara tilkynningar um skemmdarverkin en lögreglan vaktar ekki nein hús eða einstaklinga. Ég kannast heldur ekki við að óskað hafi verið eftir slíku," segir Geir Jón.

Aðspurður hvort hann telji að útrásarvíkingarnir þurfi á vernd að halda segir Geir Jón að lögregla sinni ekki slíku. „Ef þeir teldu öryggi sínu ógnað þyrftu þeir að semja um vernd við öryggisfyrirtæki."


Tengdar fréttir

Málningu slett á hús Bjarna Ármanns

Málningu var skvett á hús Bjarna Ármannssonar á Seltjarnarnesi í nótt. Einnig var málningu skvett á dúkkuhús barna Bjarna en samkvæmt yfirlýsingu aðgerðasinna var það ekki viljaverk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×