Innlent

Hægt að svipta menn fálkaorðu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgólfur Guðmundsson og Sigurður Einarsson hafa báðir fengið fálkaorðuna.
Björgólfur Guðmundsson og Sigurður Einarsson hafa báðir fengið fálkaorðuna.
Hið minnsta tveir menn, sem voru áberandi í íslensku viðskiptalífi á þeim tímum sem uppgangur íslenskra fyrirtækja var sem mestur, hafa hlotið hina íslensku fálkaorðu. Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsbankans, hlaut riddarakross, fyrir framlag til viðskiptalífs og menningar og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hlaut riddarakross fyrir forystu í útrás íslenskrar fjármálastarfsemi.

Í forsetabréfi segir að orðuna megi sæma innlenda einstaklinga eða erlenda fyrir vel unnin störf í þágu þjóðarinnar, einstakra þjóðfélagshópa eða landshluta, eða í þágu mikilvægra og góðra málefna á Íslandi eða á alþjóðavettvangi.

Fram hefur komið í tímaritinu Séðu og heyrðu að Sigurður Einarsson hyggst ekki skila Fálkaorðunni nú þegar skuldir ríkisins hafa stóraukist í kjölfar bankahrunsins. Í forsetabréfi kemur hins vegar fram að orðunefnd getur tekið ákvörðun um að svipta hvern þann, sem hlotið hefur orðuna en síðar gerst sekur um misferli rétti til að bera hana.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×