Björgólfar vilja að Kaupþing afskrifi þrjá milljarða 7. júlí 2009 06:00 Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson hafa gert Nýja Kaupþingi tilboð um að greiða fjörutíu til fimmtíu prósent af tæplega sex milljarða skuld þeirra feðga við bankann, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þeir feðgar vilja borga 500 milljónir af skuld sinni á þessu ári. Skuldin er upphaflega tilkomin vegna kaupa eignarhaldsfélags þeirra, Samsonar, á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum árið 2003. Krafa Kaupþings á hendur Samson er 4,9 milljarðar króna án dráttarvaxta en kröfulýsingin í þrotabú Samsonar er um 5,9 milljarðar með dráttarvöxtum og öðrum áföllnum kostnaði, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Eins og blaðið greindi frá 9. apríl síðastliðinn sögðu heimildir blaðsins að Nýja Kaupþing hefði stefnt þeim feðgum í mars vegna skuldarinnar. Hins vegar barst stefnan þeim feðgum ekki, og er óútskýrt hvers vegna. Feðgarnir eru í persónulegum ábyrgðum vegna skuldarinnar og standi annar þeirra ekki undir ábyrgð fellur hún á hinn. Kaupverð á hlut ríkisins í Landsbankanum árið 2002 var 11,2 milljarðar króna. Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings, getur ekki staðfest að málið sé vaxið með þessum hætti. „Það eina sem ég vil staðfesta er að það hafa verið viðræður í gangi um hvernig þeir myndu ljúka þessari skuld." Í sama streng tekur Hulda Dóra Styrmisdóttir, stjórnarformaður bankans. Hún vill ekki svara því hvort henni finnist líklegt að tilboði sem þessu yrði tekið af hálfu stjórnar, en stjórnin þarf að taka ákvörðun um svo stórfellda niðurfellingu skuldar þegar upp er staðið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er tilboð þeirra feðga talið raunhæft innan Kaupþings, og reiknað með að það verði lagt fyrir stjórn bankans. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga, vildi ekki tjá sig um málið þegar til hans var leitað í gær. Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson hafa gert Nýja Kaupþingi tilboð um að greiða fjörutíu til fimmtíu prósent af tæplega sex milljarða skuld þeirra feðga við bankann, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þeir feðgar vilja borga 500 milljónir af skuld sinni á þessu ári. Skuldin er upphaflega tilkomin vegna kaupa eignarhaldsfélags þeirra, Samsonar, á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum árið 2003. Krafa Kaupþings á hendur Samson er 4,9 milljarðar króna án dráttarvaxta en kröfulýsingin í þrotabú Samsonar er um 5,9 milljarðar með dráttarvöxtum og öðrum áföllnum kostnaði, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Eins og blaðið greindi frá 9. apríl síðastliðinn sögðu heimildir blaðsins að Nýja Kaupþing hefði stefnt þeim feðgum í mars vegna skuldarinnar. Hins vegar barst stefnan þeim feðgum ekki, og er óútskýrt hvers vegna. Feðgarnir eru í persónulegum ábyrgðum vegna skuldarinnar og standi annar þeirra ekki undir ábyrgð fellur hún á hinn. Kaupverð á hlut ríkisins í Landsbankanum árið 2002 var 11,2 milljarðar króna. Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings, getur ekki staðfest að málið sé vaxið með þessum hætti. „Það eina sem ég vil staðfesta er að það hafa verið viðræður í gangi um hvernig þeir myndu ljúka þessari skuld." Í sama streng tekur Hulda Dóra Styrmisdóttir, stjórnarformaður bankans. Hún vill ekki svara því hvort henni finnist líklegt að tilboði sem þessu yrði tekið af hálfu stjórnar, en stjórnin þarf að taka ákvörðun um svo stórfellda niðurfellingu skuldar þegar upp er staðið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er tilboð þeirra feðga talið raunhæft innan Kaupþings, og reiknað með að það verði lagt fyrir stjórn bankans. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga, vildi ekki tjá sig um málið þegar til hans var leitað í gær.
Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira