Erlent

Jackson krufinn aftur

Óli Tynes skrifar

Fjölskylda Michael Jacksons hefur fengið lík hans afhent og ætlar að láta gera sína eigin krufningu. Fyrstu niðurstöður opinberrar krufningar leiddu banamein hans ekki í ljós.

Hinsvegar voru tekin sýni sem verða rannsökuð frekar til þess að komast að því hvaða lyf hann tók áður en hann lést.

Læknir Jacksons hefur verið yfirheyrður en hann var viðstaddur þegar söngvarinn féll í dá, og gerði á honum lífgunartilraunir. Ekkert hefur verið látið uppi um vitnisburð læknisins.

Einn af heimilismönnum Jacksons hefur hinsvegar sagt að hálftíma áður en hann lést hafi hann fengið sprautu af sterku verkjalyfi með morfínsbasa.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×