Innlent

Þingmaðurinn hefði getað komið í veg fyrir að sofna

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu.
Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu. Mynd/GVA
Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, segir að þingkonan Ólína Þorvarðardóttir hefði geta komið í veg fyrir að sofna undir stýri á leið heim til til sín í gærdag.

Ólína sem búsett er á Ísafirði var að koma af Snæfellsnesi þegar hún sofnaði undir stýri. Hún segir engil hafa hnippt í sig í tæka tíð áður en bíllinn fór út af.

Einar segir þingmanninn og aðra geta komið í veg fyrir að sofna undir stýri með því að stoppa og sofa í fáeinar mínútur, taka reglulega aksturshlé og drekka eitthvað á klukkutímafresti. Vökvajafnvægi í líkamanum skipti miklu máli fyrir athyglina.



49,5% ökumanna sagðist hafa orðið skyndilega syfjaðir


Á árunum 1998 til 2006 létust 16 manns í 10 umferðarslysum þar sem ökumenn sofnuðu undir stýri. Einar segir að í viðhorfskönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Umferðarstofu árið 2008 kom fram að rúmlega helmingur aðspurðra sögðust einhvertíma hafa lent í því á undanförnum 6 mánuðum að hafa skyndilega orðið mjög syfjaður á meðan á akstri stóð.

15 mínútur geta skipt sköpum

Einar segir að 15 mínútna svefn sé að mati sérfræðinga nægur til að jafna sig af syfju. „Stöðvir þú bílinn á öruggum stað og sofnir í 15 mínútur þegar þú finnur að þig syfjar verður þú betur fær um að aka áfram í góða stund. Þessar 15 mínútur geta þannig skipt sköpum."



Streita samhliða þreytu eykur hættuna


Þá segir Einar að hættan á sofna undir stýri aukist síðdegis. Eðlilega sé fólk þreyttara að næturlagi og síðdegis, en mest hætta er á að menn sofni á nóttunni.

„Síðdegis er fólk oft á heimleið eftir langan vinnudag, er þreytt og oft með hugann við eitthvað annað en umferðina. Streita og skortur á athygli samhliða þreytu eykur hættu á að við lendum í slysi," segir upplýsingafulltrúinn.

Einar segist ekki hafa upplýsingar um það hvort munur sé á milli árstíða hvort sofni undir stýri.

Að lokum vill Einar benda á vefsíðuna 15.is. Þar er meðal annars fjallað um fyrirbyggjandi aðgerðir sem ökumaður getur nýtt sér til að koma í veg fyrir að sofna undir stýri.


Tengdar fréttir

Þingmaður sofnaði undir stýri

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sofnaði undir stýri í gær þegar hún var að koma af Snæfellsnesi. Hún segir engil hafa hnippt í sig í tæka tíð áður en bíllinn fór út af sem var kominn yfir á rangan vegarhelming þegar þingmaðurinn áttaði sig á því í hvað stefndi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×