Erlent

Ungir drengir handteknir vegna hatursglæpa

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Loftmynd af miðbæ Belfast.
Loftmynd af miðbæ Belfast.

Tveir unglingspiltar hafa verið handteknir í tengslum við óhuggulegar árásir á heimili sígauna í borginni Belfast á Norður Írlandi í síðustu viku. Drengirnir verða kærðir fyrir óspektir og ógnandi hegðun.

Drengirnir eru aðeins 15 og 16 ára gamlir. Þeir munu koma fyrir dómara á morgun.

Alls var ráðist á heimili 113 sígauna í árásunum, rúðurnar í gluggum húsa þeirra brotnar og þeim ógnað. Flestir þeirra eru staddir á Norður Írlandi vegna vinnu.

Fólkið hefur dvalist í kirkju síðan árásirnar áttu sér stað.

Þingmenn í landinu hafa fordæmt árásirnar og harma þá fjölgun hatursglæpa sem þar hefur átt sér stað í landinu undanfarið hálft ár.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×