Viðskipti innlent

Mistök Sigurðar á tveimur veðskuldabréfum

Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar
Sigurjón Þ. Árnason
Sigurjón Þ. Árnason

Svo virðist sem Sigurður G. Guðjónsson hafi gert sömu mistökin tvisvar við gerð veðskuldabréfa fyrir skjólstæðing sinn, Sigurjón Þ. Árnason.

Um helgina var fjallað um lán Sigurjóns Þ. Árnasonar til sjálfs síns í gegnum hinn svokallaða Fjárvörslureikning 3 í Nýja Landsbankanum, NBI hf. Lánið sem fjallað var um í fréttum helgarinnar var upp á 40 milljónir. Nú hefur komið í ljós að annað lán Sigurjóns til Sigurjóns er til og er það upp á þrjátíu milljónir. Það er einnig í gegnum Fjárvörslureikning 3.

Það vakti athygli þeirra sem rýndu í hið þinglýsta veðskuldabréf sem hljóðar upp á 40 milljónir að samkvæmt þeim áttu vextir að reiknast frá 20. nóvember 2028 en fyrsta afborgun átti að vera 20. nóvember 2009. Síðar sagði Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns, að um mistök hafi verið að ræða, sem síðar hafi verið leiðrétt.

Á skuldabréfinu sem nú er komið upp á yfirborðið og er sem fyrr segir upp á 30 milljónir eru dagsetningarnar nákvæmlega þær sömu og á hinu bréfinu. Hafi þessar dagsetningar sömu skýringar og á fyrra bréfinu er því ljóst að Sigurður hefur gert sömu mistökin tvisvar en skjölin komu á sama tíma til þinglýsingar, þann 28. nóvember 2008.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×