Innlent

Meirihluti þingmanna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslur

Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir á fundi með blaðamönnum í morgun.
Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir á fundi með blaðamönnum í morgun.
Lagt verður til í frumvarpi ríkisstjórnarinnar að einfaldan þingmeirihluta þurfi til að fram fari ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur um tiltekin mál. Frumvarpið var rætt á fundi forystumanna ríkisstjórnarinnar með blaðamönnum í morgun.

Fulltrúar allra þingflokka hafa komið að vinnu við gerð frumvarpsins sem verður lagt fyrir Alþingi á næstu dögum. Því er ætlað að tryggja þjóðinni síðasta orðið í meiriháttar málum.

Samkvæmt frumvarpinu verða þjóðaratkvæðagreiðslur einungis ráðgefandi en það er mat manna að breyta verði stjórnarskránni svo slíkar atkvæðagreiðslur geti verið bindandi.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×