Viðskipti innlent

Jón Ásgeir: Eignir Baugs meira virði en lánin

Jón Ásgeir Jóhannesson
Jón Ásgeir Jóhannesson

Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi stjórnarformaður Baugs, segir það alrangt að lán Landsbankans í London til Wyndeham Media hafi verið lán til Baugs líkt og sagt var frá á Vísi í morgun. Hann segir að Dagsbrún, sem var að hluta til í eigu Baugs, hafi átti Wyndeham. Hann segir eignir Baugs meira virði en lánin.

„Baugur var hluthafi í Dagsbrún sem átti Wyndeham ásamt Landsbankanum. Baugur tapaði milljörðum króna á þessu vegna sjálfskuldarábyrgðar," segir Jón Ásgeir.

Aðspurður um önnur lán Landsbankans til fyrirtækja tengdum Baugi sagði Jón Ásgeir að Landsbankinn gæti í dag selt eignir Baugs og fengið meira til sín en sem nemur lánum í Landsbankanum í London. „Ég fullyrði það og veit að það er hægt að fá þetta allt til baka í dag. Guð má vita hvernig staðan verður eftir sjö ár," segir Jón Ásgeir.








Tengdar fréttir

Stærsta lán Baugs - versta fjárfesting ársins 2006

Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær, námu heildarskuldbindingar félaga í eigu Baugs hjá Landsbankanum í London um 58 milljörðum króna, eru þá ótalin útlán Baugs hjá bankanum á Íslandi. Ljóst er að útlán Baugs hjá Glitni og Kaupþingi voru auk þess veruleg og heildarskuldbindingar Baugs til viðskiptabankanna þriggja sé vel yfir 100 milljörðum króna.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×