Stúdentaráð blekkir stúdenta 29. maí 2009 05:00 Benedikt Steinar Magnússon og Sigurður Örn Stefánsson skrifa: Undanfarið hefur Stúdentaráð Háskóla Íslands staðið fyrir mótmælum og undirskriftasöfnun gegn fyrirhugaðri gjaldtöku af bílastæðum við HÍ. Við fórum á fund Ingjalds Hannibalssonar, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs HÍ, til að fá nánari upplýsingar um framkvæmdina. Hér viljum við vekja athygli á rangfærslum í málflutningi Stúdentaráðs, nú síðast í grein Jóhanns Más Helgasonar, framkvæmdastjóra ráðsins, í Fréttablaðinu 25. maí. Næsta haust hyggst HÍ leggja á gjaldskyldu á bílastæði við Aðalbyggingu og Háskólatorg, einungis um 100 stæði af 2.000 á lóð skólans. Með því er ætlað að auðvelda þeim aðgengi sem eiga skammtímaerindi í helstu þjónustumiðstöðvar Háskólans, en nám er stundað við skólann í 10 byggingum utan hins eiginlega háskólasvæðis. Stúdentaráð hefur ítrekað haldið því ranglega fram að ágóðinn af gjaldskyldunni muni ekki renna til Háskólans heldur Bílastæðasjóðs. Í ofangreindri grein Jóhanns vísar hann máli sínu til stuðnings í orð Ingjalds á student.is þann 29.03.09: „Þessi aðgerð er ekki gerð til að afla háskólanum tekna en Bílastæðasjóður mun reka þjónustuna og sjá um alla framkvæmd." Jóhann lætur hér staðar numið og fulllyrðir: „Svo mörg voru þau orð." Hér fer Jóhann vísvitandi með rangt mál, því áfram er haft eftir Ingjaldi á student.is: „Ef afgangur er af gjöldunum eftir að kostnaður er dreginn frá mun sjóðurinn og Háskóli Íslands skipta honum milli sín. Hugsanleg hlutdeild Háskólans færi í að bæta samgöngur á svæðinu, eins og hjóla- og göngustíga og aðstöðu við biðskýli. Það verði þó engin sérstök tekjulind." Nákvæmlega svo mörg voru þau orð. Stúdentaráð leggst einnig lágt með því að halda því fram að með mótmælum sínum sé það að verja hagsmuni veikra og fatlaðra. Það er út í hött að gefa í skyn að gjaldtakan muni skerða aðgengi þeirra. Sérmerkt stæði fyrir fatlaða má finna við allar byggingar skólans og eru engin áform um að fjarlægja þau. Þar að auki er handhöfum stæðiskorts hreyfihamlaðra heimilt að leggja ökutæki í gjaldskyld stæði án sérstakrar greiðslu. Hvers vegna heldur Stúdentaráð ítrekað fram ósannindum gegn betri vitund? Ljóst er að lítið er að marka undirskriftasöfnun sem byggir á rangfærslum. Höfundar eru nemendur við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Benedikt Steinar Magnússon og Sigurður Örn Stefánsson skrifa: Undanfarið hefur Stúdentaráð Háskóla Íslands staðið fyrir mótmælum og undirskriftasöfnun gegn fyrirhugaðri gjaldtöku af bílastæðum við HÍ. Við fórum á fund Ingjalds Hannibalssonar, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs HÍ, til að fá nánari upplýsingar um framkvæmdina. Hér viljum við vekja athygli á rangfærslum í málflutningi Stúdentaráðs, nú síðast í grein Jóhanns Más Helgasonar, framkvæmdastjóra ráðsins, í Fréttablaðinu 25. maí. Næsta haust hyggst HÍ leggja á gjaldskyldu á bílastæði við Aðalbyggingu og Háskólatorg, einungis um 100 stæði af 2.000 á lóð skólans. Með því er ætlað að auðvelda þeim aðgengi sem eiga skammtímaerindi í helstu þjónustumiðstöðvar Háskólans, en nám er stundað við skólann í 10 byggingum utan hins eiginlega háskólasvæðis. Stúdentaráð hefur ítrekað haldið því ranglega fram að ágóðinn af gjaldskyldunni muni ekki renna til Háskólans heldur Bílastæðasjóðs. Í ofangreindri grein Jóhanns vísar hann máli sínu til stuðnings í orð Ingjalds á student.is þann 29.03.09: „Þessi aðgerð er ekki gerð til að afla háskólanum tekna en Bílastæðasjóður mun reka þjónustuna og sjá um alla framkvæmd." Jóhann lætur hér staðar numið og fulllyrðir: „Svo mörg voru þau orð." Hér fer Jóhann vísvitandi með rangt mál, því áfram er haft eftir Ingjaldi á student.is: „Ef afgangur er af gjöldunum eftir að kostnaður er dreginn frá mun sjóðurinn og Háskóli Íslands skipta honum milli sín. Hugsanleg hlutdeild Háskólans færi í að bæta samgöngur á svæðinu, eins og hjóla- og göngustíga og aðstöðu við biðskýli. Það verði þó engin sérstök tekjulind." Nákvæmlega svo mörg voru þau orð. Stúdentaráð leggst einnig lágt með því að halda því fram að með mótmælum sínum sé það að verja hagsmuni veikra og fatlaðra. Það er út í hött að gefa í skyn að gjaldtakan muni skerða aðgengi þeirra. Sérmerkt stæði fyrir fatlaða má finna við allar byggingar skólans og eru engin áform um að fjarlægja þau. Þar að auki er handhöfum stæðiskorts hreyfihamlaðra heimilt að leggja ökutæki í gjaldskyld stæði án sérstakrar greiðslu. Hvers vegna heldur Stúdentaráð ítrekað fram ósannindum gegn betri vitund? Ljóst er að lítið er að marka undirskriftasöfnun sem byggir á rangfærslum. Höfundar eru nemendur við Háskóla Íslands.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun