Innlent

Brutu hugsanlega sveitastjórnalög

Valur Grettisson skrifar
Páll Scheving, oddviti V-listans.
Páll Scheving, oddviti V-listans.

„Þau viku ekki af fundi bæjarráðs né bæjarstjórnar þegar ráðningarnar voru ræddar og samþykktar," segir Páll Scheving Ingvarsson, oddviti V-listans í Vestmannaeyjum, en hann gagnrýnir verklag við ráðningar Sjálfstæðisflokksins harðlega.

Það var faðir Elliða Vignissonar, bæjarstjóra Vestmannaeyja, sem var ráðinn umsjónarmaður íþróttamiðstöðvarinnar. Eiginmaður formanns bæjarráðs, Páleyjar Borgþórsdóttur var síðan ráðin forstöðumaður sömu íþróttamiðstöðvar.

Með því að víkja ekki af fundum bæjarráðs og bæjarstjórnar þegar málið var tekið fyrir, telur Páll að Elliði og Páley hafi gerst brotleg við sveitastjórnarlög. En nítjánda grein sveitastjórnalaganna hljóðar svo:

„Sveitarstjórnarmanni ber að víkja sæti við meðferð og afgreiðslu máls þegar það varðar hann eða nána venslamenn hans svo sérstaklega að almennt má ætla að viljaafstaða hans mótist að einhverju leyti þar af."

Páll tekur sérstaklega fram að V-listinn er ekki að gagnrýna þá sem voru ráðnir til starfanna. Hann telur hinsvegar óheppilegt að málið hafi ekki ratað rétta leið og þar með tekið af allan vafa varðandi ráðningarnar.

„Við hvetjum bara menn til vandaðra vinnubragða. Á milli flokkanna hefur verið gott samstarf en síðan er farið með þetta mál eins og mannsmorð," segir Páll Scheving sem telur verklagið ámælisvert.


Tengdar fréttir

Réð pabba í vinnu

Hörð átök voru á síðasta bæjarstjórnarfundi Vestmannaeyja fyrir helgi en þar bókaði minnihluti V-listans gegn ráðningu nýs forstöðumanns íþróttamiðstöðvarinnar sem og ráðningu umsjónarmanns sömu miðstöðvar. Ástæðan fyrir mótmælum minnihlutans er sú að ný ráðin forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar er eiginmaður bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Páleyju Borgþórsdóttur sem er formaður bæjarráðs Vestmannaeyja.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×