Lífið

Horfir á Eurovision með bumbuna út í loftið

Jóhanna tekur þátt í undankeppni Eurovision fyrir Íslands hönd 12. maí næstkomandi.
Jóhanna tekur þátt í undankeppni Eurovision fyrir Íslands hönd 12. maí næstkomandi.

Jóhanna Guðrún steig í fyrsta sinn á svið í Moskvu á fyrstu æfingunni fyrir Eurovision 4. maí.

Hún stóð sig vel að mati Regínu Ósk Óskarsdóttur, sem ásamt Friðrik Ómari fóru til Serbíu fyrir Íslands hönd í fyrra þar sem þau sungu lag Örlygs Smára, This is my life.

„Mér fannst frammistaðan hennar Jóhönnu alveg glæsileg," svarar Regína þegar æfing Jóhönnu berst í tal.

„Hún er algjörlega með þetta á hreinu og syngur alltaf tandurhreint. Hún er eftir að rúlla þessu upp og hef ég fulla trú á henni."

Regína Ósk ætlar að fylgjast með Eurovision með bumbuna út í loftið. MYND/Stefán Karlsson/Fréttablaðið.

„Ekki skemmir að hafa svona frábærar raddir bæði uppá framkomuna og félagsskapinn. Þau eiga eftir að grínast og halda öllu léttu og skemmtilegu."

Færðu Eurovisionfiðring? „Ég neita því ekki að maður fær smá fiðring við að sjá þau þarna úti. Það var svo gaman hjá okkur í fyrra og ég naut mín alveg til fullnustu," svarar Regína.

„Við vorum svo örugg saman og fundum aldrei fyrir stressi, bara tilhlökkun. Núna reyndar er ég í öðruvísi ástandi, þannig ég er mjög sátt við að vera heima. Ég hlakka reyndar svakalega til að horfa á keppnina í sjónvarpinu."

„Ég hef horft á keppnina einu sinni síðan 1999. Ég hef annað hvort verið stödd úti í Eurovision eða erlendis. Þannig að þetta verða frábær þrjú kvöld með fjölskyldunni með bumbuna útí loftið."

„Bara að ég fari ekki af stað svo ég geti séð þetta allt saman. Áfram Ísland!" segir Regína Ósk kát enda á hún von á stelpu í lok maí.


Tengdar fréttir

Fyrsta æfingin hjá Jóhönnu tókst vel - myndband

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir stóð sig vel að mati þeirra sem fengu að fylgjast með fyrstu æfingu hennar á sviðinu í Moskvu en Ísland tekur þátt í undankeppni Eurovision þar í borg þann 12. maí næstkomandi. Á heimasíðunni eurivision.tv er gerður góður rómur að æfingu íslenska hópsins en sviðsmyndin þykir sérlega glæsileg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.