Heiðmerkurhrottar kærðir í dag 30. apríl 2009 09:51 Frá Heiðmörk. Mynd/Pjetur Stúlkurnar sem námu 15 ára stúlku á brott og börðu í Heiðmörk í gær verða kærðar í dag, segir Hrönn Óskarsdóttir, systir fórnarlambsins. Fjölskyldan hefur fengið afar sterk viðbrögð í kjölfar árásarinnar. Systir Hrannar var göbbuð upp í jeppabifreið við heimili sitt í gær undir þeim formerkjum að hún væri að fara að sættast við stúlku sem taldi sig eiga óuppgerðar sakir við hana. Skömmu síðar bættust sex aðrar stúlkur í bifreiðina við Suðurver. Því næst óku stúlkurnar með hana upp í Heiðmörk og gengu í skrokk á henni. Þar gengu tvær af stúlkunum hart fram og veittu systur Hrannar meðal annars höfuðhögg. Því næst var hún skilin eftir í Hafnarfirði og hótað lífláti kjaftaði hún frá. Jafnframt kröfðust þær þess að hún greiddi þeim 150 þúsund krónur í dag. Læknar telja að hurð hafi skollið nærri hælum, segir Hrönn. Ekki hefði þurft nema eitt högg á rangan stað sem hefði kostað systur hennar lífið.Átti erfitt með svefn í nótt Hrönn segir að eftir að fjölskyldan hafi gert grein fyrir árásinni á lögreglustöð hafi rannsóknarlögreglumaður haft samband. „Árásin verður kærð síðar í dag," segir Hrönn. Jafnframt verði systur hennar veitt áfallahjálp á Landspítalanum í dag. Hún hafi átt afar erfitt með svefn í nótt. „Við höfum fengið gríðarlega mikil og sterk viðbrögð. Síminn stoppar ekki og fólk á ekki orð yfir þessu," segir Hrönn. „Það þarf að stöðva svona ofbeldismenn." Fjölskyldan hefur vitneskju um að stúlkurnar, sem eru á aldrinum 16 til 17 ára, séu nemendur við Flensborgarskólann í Hafnarfirði og ætla Hrönn og faðir hennar að ræða við skólastjórnendur í dag. Tengdar fréttir Sjö stúlkur börðu 15 ára stúlku í Heiðmörk Farið var með 15 ára stúlku í Heiðmörk í dag þar sem hún var barin illa. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru árásarmennirnir hópur sjö stúlkna á aldrinum 16 til 17 ára og höfðu tvær þeirra sig hvað mest frammi. Fórnarlamið var skilið eftir við verslunarmiðstöð í Hafnarfirði. Hjá lögreglu fengust þær upplýsingar að rannsókn málsins væri á frumstigi. 29. apríl 2009 20:32 „Mamma þurfti eiginlega áfallahjálp“ Systir 15 ára stúlku sem var misþyrmt í Heiðmörk í dag af sjö stúlkum segir að móðir sín hafi nánast þurft áfallahjálp eftir að hafa sótt yngstu dóttur sína illa farna af barsmíðum í Hafnarfjörð. „Mamma þurfti eiginlega áfallahjálp eftir að hafa séð hana hana," segir Hrönn Óskarsdóttir, 32 ára gömul systir stúlkunnar sem varð fyrir árásinni. 29. apríl 2009 21:58 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Stúlkurnar sem námu 15 ára stúlku á brott og börðu í Heiðmörk í gær verða kærðar í dag, segir Hrönn Óskarsdóttir, systir fórnarlambsins. Fjölskyldan hefur fengið afar sterk viðbrögð í kjölfar árásarinnar. Systir Hrannar var göbbuð upp í jeppabifreið við heimili sitt í gær undir þeim formerkjum að hún væri að fara að sættast við stúlku sem taldi sig eiga óuppgerðar sakir við hana. Skömmu síðar bættust sex aðrar stúlkur í bifreiðina við Suðurver. Því næst óku stúlkurnar með hana upp í Heiðmörk og gengu í skrokk á henni. Þar gengu tvær af stúlkunum hart fram og veittu systur Hrannar meðal annars höfuðhögg. Því næst var hún skilin eftir í Hafnarfirði og hótað lífláti kjaftaði hún frá. Jafnframt kröfðust þær þess að hún greiddi þeim 150 þúsund krónur í dag. Læknar telja að hurð hafi skollið nærri hælum, segir Hrönn. Ekki hefði þurft nema eitt högg á rangan stað sem hefði kostað systur hennar lífið.Átti erfitt með svefn í nótt Hrönn segir að eftir að fjölskyldan hafi gert grein fyrir árásinni á lögreglustöð hafi rannsóknarlögreglumaður haft samband. „Árásin verður kærð síðar í dag," segir Hrönn. Jafnframt verði systur hennar veitt áfallahjálp á Landspítalanum í dag. Hún hafi átt afar erfitt með svefn í nótt. „Við höfum fengið gríðarlega mikil og sterk viðbrögð. Síminn stoppar ekki og fólk á ekki orð yfir þessu," segir Hrönn. „Það þarf að stöðva svona ofbeldismenn." Fjölskyldan hefur vitneskju um að stúlkurnar, sem eru á aldrinum 16 til 17 ára, séu nemendur við Flensborgarskólann í Hafnarfirði og ætla Hrönn og faðir hennar að ræða við skólastjórnendur í dag.
Tengdar fréttir Sjö stúlkur börðu 15 ára stúlku í Heiðmörk Farið var með 15 ára stúlku í Heiðmörk í dag þar sem hún var barin illa. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru árásarmennirnir hópur sjö stúlkna á aldrinum 16 til 17 ára og höfðu tvær þeirra sig hvað mest frammi. Fórnarlamið var skilið eftir við verslunarmiðstöð í Hafnarfirði. Hjá lögreglu fengust þær upplýsingar að rannsókn málsins væri á frumstigi. 29. apríl 2009 20:32 „Mamma þurfti eiginlega áfallahjálp“ Systir 15 ára stúlku sem var misþyrmt í Heiðmörk í dag af sjö stúlkum segir að móðir sín hafi nánast þurft áfallahjálp eftir að hafa sótt yngstu dóttur sína illa farna af barsmíðum í Hafnarfjörð. „Mamma þurfti eiginlega áfallahjálp eftir að hafa séð hana hana," segir Hrönn Óskarsdóttir, 32 ára gömul systir stúlkunnar sem varð fyrir árásinni. 29. apríl 2009 21:58 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Sjö stúlkur börðu 15 ára stúlku í Heiðmörk Farið var með 15 ára stúlku í Heiðmörk í dag þar sem hún var barin illa. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru árásarmennirnir hópur sjö stúlkna á aldrinum 16 til 17 ára og höfðu tvær þeirra sig hvað mest frammi. Fórnarlamið var skilið eftir við verslunarmiðstöð í Hafnarfirði. Hjá lögreglu fengust þær upplýsingar að rannsókn málsins væri á frumstigi. 29. apríl 2009 20:32
„Mamma þurfti eiginlega áfallahjálp“ Systir 15 ára stúlku sem var misþyrmt í Heiðmörk í dag af sjö stúlkum segir að móðir sín hafi nánast þurft áfallahjálp eftir að hafa sótt yngstu dóttur sína illa farna af barsmíðum í Hafnarfjörð. „Mamma þurfti eiginlega áfallahjálp eftir að hafa séð hana hana," segir Hrönn Óskarsdóttir, 32 ára gömul systir stúlkunnar sem varð fyrir árásinni. 29. apríl 2009 21:58