Nýjar og ógeðfelldar aðferðir í kosningabaráttunni Breki Logason skrifar 20. apríl 2009 14:36 Frá landsfundi Samfylkingarinnar 2007. „Þetta er allavega ný aðferð í kosningabaráttunni hér á landi. Ég man eftir allnokkrum kosningabaráttum en ég man ekki eftir að því að auglýsingar séu birtar með þessum hætti. Þetta er nýtt og afar ógeðfellt," segir Sigrún Jónsdóttir framkvæmdarstjóri Samfylkingarinnar. Áhugafólk um endurreisn Íslands er hópur fólks sem birtir heilsíðu auglýsingu í Fréttablaðinu í dag. Yfirskrift auglýsingarinnar er, Skattahækkanir sem vinstri stjórn boðar. Síðan eru hugmyndir Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um skatta ofan á staðgreiðsluskatta útlistaðar. Sigrún segist hafa heyrt í formanni SÍA, Sambands Íslenskra auglýsingastofa, vegna málsins. Hún segir rangfærslur um stefnu Samfylkingarinnar vera í auglýsingunni. Sigrún segist ekki vita betur en að óheimilt sé að birta rangfærslur í auglýsingum og spyr um ábyrgð fjölmiðla í þessu sambandi. „Mér finnst líka mega skoða hver ábyrgð fjölmiðla sé sem birta auglýsingar af þessum toga, bera þeir ekki ábyrgð á því efni sem birtist í blaðinu." Katrín Rut Bessadóttir fjölmiðlafulltrúi VG segir að flokkurinn fordæmi einnig umrædda auglýsinu. Það sem þar komi fram um skattastefnu flokksins sé ekki rétt. Nokkur atriði séu hrein lygi og nokkur atriði ákaflega villandi. Umrædd auglýsing Í auglýsingunni er talað um hátekjuskatta á laun yfir 500 þúsund krónum, 2% eignaskatt, 40% hækkun fjármagnstekjuskatts á fjármagnstekjum yfir 120.000 krónum og hækkun skatta á fyrirtæki. Í lok auglýsingarinnar er sagt að vinstri menn vilji lækka laun og hækka skatta og spurt hverjir eigi að borga skatta vinstri manna þegar allir eru komnir á vonarvöl. Ekki náðist í formann SÍA vegna málsins. Kosningar 2009 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
„Þetta er allavega ný aðferð í kosningabaráttunni hér á landi. Ég man eftir allnokkrum kosningabaráttum en ég man ekki eftir að því að auglýsingar séu birtar með þessum hætti. Þetta er nýtt og afar ógeðfellt," segir Sigrún Jónsdóttir framkvæmdarstjóri Samfylkingarinnar. Áhugafólk um endurreisn Íslands er hópur fólks sem birtir heilsíðu auglýsingu í Fréttablaðinu í dag. Yfirskrift auglýsingarinnar er, Skattahækkanir sem vinstri stjórn boðar. Síðan eru hugmyndir Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um skatta ofan á staðgreiðsluskatta útlistaðar. Sigrún segist hafa heyrt í formanni SÍA, Sambands Íslenskra auglýsingastofa, vegna málsins. Hún segir rangfærslur um stefnu Samfylkingarinnar vera í auglýsingunni. Sigrún segist ekki vita betur en að óheimilt sé að birta rangfærslur í auglýsingum og spyr um ábyrgð fjölmiðla í þessu sambandi. „Mér finnst líka mega skoða hver ábyrgð fjölmiðla sé sem birta auglýsingar af þessum toga, bera þeir ekki ábyrgð á því efni sem birtist í blaðinu." Katrín Rut Bessadóttir fjölmiðlafulltrúi VG segir að flokkurinn fordæmi einnig umrædda auglýsinu. Það sem þar komi fram um skattastefnu flokksins sé ekki rétt. Nokkur atriði séu hrein lygi og nokkur atriði ákaflega villandi. Umrædd auglýsing Í auglýsingunni er talað um hátekjuskatta á laun yfir 500 þúsund krónum, 2% eignaskatt, 40% hækkun fjármagnstekjuskatts á fjármagnstekjum yfir 120.000 krónum og hækkun skatta á fyrirtæki. Í lok auglýsingarinnar er sagt að vinstri menn vilji lækka laun og hækka skatta og spurt hverjir eigi að borga skatta vinstri manna þegar allir eru komnir á vonarvöl. Ekki náðist í formann SÍA vegna málsins.
Kosningar 2009 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira