Innlent

Menntamálaráðherra ætlar að kenna í sumar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra ætlar að kenna við Háskóla unga fólksins í sumar.
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra ætlar að kenna við Háskóla unga fólksins í sumar.
Búist er við að það muni liggja fyrir í vikulok hvernig Háskóli Íslands mun bregðast við kröfum nemenda um sumarnám vegna erfiðleika sem eru á atvinnumarkaði.

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir ljóst að um verði að ræða blöndu af námskeiðum í sumar og svo prófum. „Ég vil auðvitað ekki vera að lofa fyrir þeirra hönd en ég get sagt að við erum að vinna í þessu í ráðuneytinu og það er verið að vinna að þessu í Háskólanum," segir Katrín, þegar hún er spurð hvenær niðurstöðu í málinu sé að vænta. Katrín segir að samstarf ráðuneytisins við Háskóla Íslands sé orðið svo gullið að hún sjálf hafi ákveðið að kenna við Háskóla unga fólksins í sumar. Hún bendir þó á að ráðuneytið eigi einnig í góðu samstarfi við aðra háskóla á landinu um það hvernig koma megi til móts við nemendur þeirra í sumar.

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að auka eigið fé Lánasjóðs íslenskra námsmanna um 600 milljónir króna til þess að koma á móts við þá námsmenn sem sáu annars fram á atvinnuleysi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×