Viðskipti innlent

Þora ekki að fjárfesta á Íslandi vegna gjaldeyrishafta

Engir erlendir fjárfestar munu þora að fjárfesta á Íslandi þar sem gjaldeyrishöftin koma í veg fyrir að þeir geti flutt fjármagn úr landi aftur segir yfirmaður greiningardeildar Danske bank. Hann líkir Íslandi við Norður Kóreu í efnahagslegum skilningi.

Lars Christensen, yfirmaður greiningardeildar Danske bank, segir gjaldeyrisfrumvarpið sem samþykkt var á alþingi í gær vera áhyggjuefni. Útflutningsfyrirtæki muni alltaf finna leið framhjá lögunum.

Lars segir að með gjaldeyrishöftunum hafi Ísland einangrað sig enn frekar frá umheiminum. Jafnframt segir hann stöðu Íslands einstaka og erfitt sé finna hliðstæður í sögunni. Þá segir Lars enga auðvelda leið út úr þeim vandræðum sem íslenska krónan er í.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×