Innlent

Vill banna líkamlegar refsingar gagnvart börnum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kolbrún Halldórsdóttir vill að bannað verði að refsa börnum líkamlega.
Kolbrún Halldórsdóttir vill að bannað verði að refsa börnum líkamlega.
Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og umhverfisráðherra, vill að óheimilt og refsivert verði að beita börn líkamlegum og andlegum refsingum.

Kolbrún hefur, ásamt öðrum þingmönnum úr VG, lagt fram frumvarp þessa efnis á Alþingi. Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði tekið til þriðju umræðu í dag samkvæmt dagskrá Alþingis. Kolbrún segir í samtali við fréttastofu að ástæðan fyrir frumvarpinu sé Hæstaréttardómur sem féll þar sem karlmaður var sýknaður af ákæru um um að hafa rassskellt tvö börn sem voru þá sex ára og fjögurra ára.

Í dómnum segir að ekki sé lagt fortakslaust bann við því að foreldri eða annar maður með samþykki þess beiti barn líkamlegum aðgerðum til að bregðast við óþægð, heldur sé refsinæmi slíkrar háttsemi háð því að gerðir hans séu til þess fallnar að skaða barnið andlega eða líkamlega. Ekki hafi verið færðar sönnur fyrir að háttsemi ákærða hafi farið út fyrir þau mörk, sem þetta ákvæði feli í sér. Dómurinn var nokkuð umtalaður þegar að hann féll og var meðal annars gagnrýndur af Umboðsmanni barna.

Kolbrún vill breyta lögum á þann hátt að börn þurfi hvorki að líða líkamlegar né andlegar refsingar.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×